Tag: börnin
-
Uppáhalds
Mamma: „Mig langar að fara í búð“ Pabbi, kankvís: „Eigum við öll að koma með, eða viltu bara taka uppáhalds barnið með?“ M: „Hmmm, sko, uppáhalds barnið er ekki þægilegast að taka með í búðir“ P: *fliss* Sandra, með stóru eyrun sín: „EIGIÐ ÞIÐ UPPÁHALDS BARN??!?“
-
Flinkur að teikna
Fréttir úr verkfalli: Nú er Albert orðinn flinkari en ég að teikna Ég þráspurði hver þetta væri, og hann sagði bara „klurri“ (krulli)
-
Í vinnunni
Loksins aftur í vinnunni Ég: *gengur illa að komast í gang* Ég: Ég: *set á mig heyrnartól, fer á jútjúb, kveiki á Hvolpasveit* Ég: *vinn eins og ég sé þrír*
-
Háskóli
Á þessum 9,5 dögum sem Albert (þriggja og hálfs árs) hefur verið heima vegna verkfallsins hefur hann lært að slá nafnið sitt inn á tölvu, og er farinn að tala töluverða ensku (jútjúb-hvolpasveitar-ensku , en samt) Eftir tvo mánuði skrái ég hann í háskólann
-
Björgunarafrek
Björgunarafrek dagsins
-
Hjálpa
Albert: *veltir kassa, dót dreifist um allt gólf* A: *leikur áfram, stígur af og til á dót* A: *stoppar, lítur á mig eins og ég sé að bregðast honum* Pabbi: *sest og byrjar að ganga frá*: „Viltu hjálpa? Þá erum við fljótari“ A: „Neinei“
-
Gaman
Fáðu þér gleraugu sögðu þau. Það verður gaman sögðu þau.
-
Stekkjastaur
Telma: „Pabbi, er afi Stekkjastaur?“ Pabbi: „Af hverju heldurðu það?“ T: „Hann er með tréfót!“ Sandra: „Auðvitað! Þess vegna býr hann einn!!?“ Albert: „Afi er ekki jólasteinn!“
-
Staðan
Albert: Fer ekki aftur á leikskólann fyrr en á mánudag Telma: Gleymdi leikfimifötunum heima Sandra: Gleymdi skólatöskunni heima og braut gleraugun Annars erum við bara ágæt sko
-
Jólasveinninn
Gunnar Helgason drap jólasveininn Athugið þó: EN HANN LIFNAR EKKI VIÐ FYRR EN EFTIR 40 BLAÐSÍÐUR AF DJÖFULGANGI
-
Flaska
Risastór Fanta flaska gengur berserksgang og veldur skelfingu
-
Goggur
Sandra gerði smá gogg