Tag: börnin

  • Hundahvíslarar

    Ef eitthvað er að marka hvað Albert tekur þjálfun vel eftir að hann breyttist skyndilega og óvænt í hund eru systur hans sannkallaðir hundahvíslarar


    Mamma: *kemur heim*

    Pabbi: „Öööööööööö, ég er með góðar fréttir og slæmar fréttir…“

    M: „?“

    P: „Góðu fréttirnar eru að leikskólinn verður ekki lengur vandamál… slæmu fréttirnar eru að nú eigum við tvær dætur og… mjög vel upp alinn hund“

  • Mr Bean

    Sandra: „Telma er hrædd að horfa á Mr Bean!“

    Pabbi: ?? „Af hverju? Er hún kannski hrædd við bangsann?“ ??

    Telma: „Nei, af því hann er alltaf að lokast inni einhversstaðar“

    P: ??????

  • Kappi

    Telma & vinkona: *leika sér í stofunni*

    Albert: *inni í eldhúsi að leika sér*

    T & v: *eitthvað dettur í gólfið með látum, mikið garg!*

    A: *hleypur inn í stofu* „Kappi, kominn í málið!“

  • Pabbi, en akkuru…

    Pabbi: „Ég var búinn að segja þér að mamma þín elskar ekki bara tómatana sína, hún elskar ykkur smá líka“


  • Betra?

    Sandra við Telmu: „Hvort finnst þér betra, að horfa á bíómynd og borða ís, eða að borða baunir?“

  • Börn eða tómatar?

    Sandra: „Mamma, hvort elskar þú meira, okkur krakkana eða tómatana þína?“


    Uppfært, 30 mínútum síðar:

    HÚN ER EKKI BÚIN AÐ SVARA ENNÞÁ!! ?

  • Velfarnaðaróskir

    Vil óska leikskólastarfsfólki innilega til hamingju með nýja samninga um leið og ég vona að þeim gangi vel næstu vikur og mánuði að vinda ofan af þeim ósiðum og hegðunarvandamálum sem óhjákvæmilega fylgja því að láta börn afskiptalaus í hendur foreldra sinna til lengri tíma

  • Tíðindi af vesturvígstöðvunum

    Tíðindi af vesturvígstöðvunum: Dagur 297.214 í verkfalli.

    Hér að neðan má finna kannski 17% af því sem við ungi maðurinn höfum rætt í dag:


    Pabbi: *vinnur heima*

    Albert: „Pabbi, það er enginn að horfa á Hvolpasveit“

    P: ?„Hmm??!“

    P: *fattar að drengurinn er búinn að vera að leika sér með bíla í 20 mínútur*

    P: „Ó! Má slökkva á Hvolpasveit?“

    A: „Já!“


    Albert: „Pabbi, ég hata eld!“

    Pabbi: „Já, er það?“

    A: „Pabbi, hatar þú líka eld?“

    P: „Já“


    Albert: „Pabbi, kvarta gera?!“

    Pabbi: „Vinna“

    A: „Pabbi, af hverju ert þú að skrifa a?“

    P: „Mér finnst rosa gaman að skrifa a“

    A: „Pabbi, mig langar líka að skrifa a!“


    Albert: „Pabbi, mig langar að ég fara út og þú fara líka út“

    Pabbi: „Og hvert ætlum við að fara?“

    A: „Við ætlum fara bílinn. Og við ætlum að fara í búðina“

    P: „Já? Og hvað ætlum við að kaupa?“

    A: „Við ætlum kaupa epladjús. Og ekkert meira“


    Albert: „Pabbi, af hverju finnst þér hárið gott?“

    Pabbi: „Hárið?“

    A: *bendir*


    Í bíl:

    Albert: „Pabbi! Kerrtu hratt!!“

    A: ? „PABBI!!! EKKI KEYRA Á BÍLINN!!“ ?

    A: „Pabbi, ekki keyra hratt!“

    Pabbi: *heldur áfram að keyra á sama hraða allan tímann*


    Á bílastæði.

    Pabbi: *bakkar út úr stæði*

    Albert: *bendir á bílana beggja vegna við okkur* „Af hverju eru þessir tveir bíll ekki fara?“


    Pabbi: „Sérðu hvað pabbi er duglegur? Viltu líka vera duglegur?“

    Albert: „Já!“

    P: „Frábært, viltu hjálpa pabba að taka til og ganga frá lestinni?“

    A: „Pabbi, ég nenni ekki að granga frá lestin því … því ég *dæs* er svo upptekinn!“


    Albert: „Pabbi, þegar ég er búinn æpadd, ætla ég að skoða klukkan þína, hvort er tuttugu mínútur sex!“


    Á leiðinni í háttinn:

    Albert: „Pabbi, elskar þú Hvolpasveit?“

    Pabbi: ??? „Öööööööööö… *svitnar* …hérna… ekki eins mikið og þú!“

  • Ég: „Helvítis fokking fokk! Þetta verkfall á aldrei eftir að leysast!“

    Líka ég: „Svona svona, horfa á björtu hliðarnar, annars verðurðu þunglyndur!“

    ? *fimm mínútur* ?

    Líka líka ég: „tjah … það eru bara tvö ár þar til hann byrjar í skóla..?!“

  • Áríðandi tíðindi

    Albert: „Pabbi!“

    Pabbi: *rumskar*

    A: „Pabbi!“ *þrammar upp tröppurnar með látum*

    A: „Pabbi!“ *kemur inn í svefnherbergi, að rúminu og potar varfærnislega í öxlina á pabba til að færa áríðandi tíðindi*

    P: *umlar*

    A: „Pabbi, Nellý og Nóra er sjónvarpið!!“


    Baksaga: Aðspurður velur Albert alltaf Hvolpasveit. Í viðleitni minni til þess að auka fjölbreytnina í því sem pjakkurinn horfir á (og minnka líkur á að ég missi vitið), laumast ég af og til til að kveikja á barnaefni sem er aksjúallí skemmtilegt – mjög oft Hæ Sámur eða Nellý og Nóra – án þess að spyrja hvað hann vill.

    Þess vegna ályktar hann (réttilega), að þetta séu uppáhalds þættirnir mínir


    1. mars 2021: Uppfært!
    Nákvæmlega ári síðar

  • Bugun

    Klukkan er 7.33. Úti geisar snjóbylur. Vetrarfrí í skólanum. Leikskólaverkfall. Ég svaf í 4 tíma.

    Börnin mín þrjú — sem verða heima með mér í allan dag — eru að reyna að ræða við mig um holur í plottinu í Hvolpasveit


    Klukkan er 11.41. Börnin eru langt komin með að klára nammið sem þau betluðu á öskudag. Ég er að reyna að vinna, þarf að skila nokkrum verkefnum í dag.

    Börnin eru að spila Mariah Carey jólalög ?

  • Bugun

    Tíðindi af vesturvígstöðvunum: Dagur 27.214 í verkfalli

    Bugun, nafn þitt er siggimus.

    Samt á ég yndislegan son, óendanlega fallegan og skemmtilegan. Hugur minn er hjá öllum þeim sem eiga ljót og leiðinleg börn