Vil óska leikskólastarfsfólki innilega til hamingju með nýja samninga um leið og ég vona að þeim gangi vel næstu vikur og mánuði að vinda ofan af þeim ósiðum og hegðunarvandamálum sem óhjákvæmilega fylgja því að láta börn afskiptalaus í hendur foreldra sinna til lengri tíma
A: „Pabbi!“ *kemur inn í svefnherbergi, að rúminu og potar varfærnislega í öxlina á pabba til að færa áríðandi tíðindi*
P: *umlar*
A: „Pabbi, Nellý og Nóra er sjónvarpið!!“
Baksaga: Aðspurður velur Albert alltaf Hvolpasveit. Í viðleitni minni til þess að auka fjölbreytnina í því sem pjakkurinn horfir á (og minnka líkur á að ég missi vitið), laumast ég af og til til að kveikja á barnaefni sem er aksjúallí skemmtilegt – mjög oft Hæ Sámur eða Nellý og Nóra – án þess að spyrja hvað hann vill.
Þess vegna ályktar hann (réttilega), að þetta séu uppáhalds þættirnir mínir
Klukkan er 7.33. Úti geisar snjóbylur. Vetrarfrí í skólanum. Leikskólaverkfall. Ég svaf í 4 tíma.
Börnin mín þrjú — sem verða heima með mér í allan dag — eru að reyna að ræða við mig um holur í plottinu í Hvolpasveit
Klukkan er 11.41. Börnin eru langt komin með að klára nammið sem þau betluðu á öskudag. Ég er að reyna að vinna, þarf að skila nokkrum verkefnum í dag.