Tag: börnin
-
Sviss
Pabbi: *í eldhúsinu að bardúsa* Úr stofunni heyrist: „Sviss svass sviss!“ P: *kíkir fram* Albert: *liggur á bakinu og gerir engil í stórri hrúgu af púslum* „Sviss svass sviss!“ (sviss svass sviss er hljóðið sem heyrist í rúðuþurrkunum í laginu Hjólin á strætó)
-
Gera klukk
Albert: „Pabbi, koma hlaupa gera klukk!?“ Pabbi: „Ööööö .. ok, förum í eltingaleik“ *þrjár mínútur* P: *liggjandi á gólfinu í andnauð* „Get … ekki … meira…“ A: „En akkuru?“
-
Ýtti á rauða
Mamma: „Ég finn ekki símann, geturðu hringt í hann?“ Pabbi: *hringir* M: *finnur síma, setur í vasann og fer* Albert: *dæsir, lítur dapur á pabba með djúpa samúð í augum* „Hún ýtti á rauða“ ?? (hjá ungum mönnum sem vita ekkert skemmtilegra en síma, og vilja helst eyða deginum í að hringja til skiptis í…
-
Elsa
Dóttir: „Ef ég héti Elsa myndi ég sko örugglega elska Frozen!“ Pabbi: „Veistu, ef þú hétir Elsa myndirðu sko örugglega ELSA Frozen, ha?!“ *bókstaflega deyr úr hlátri* Allir viðstaddir: *DÆS*
-
Samkomubann
Ég er ekki að segja að það gangi illa hjá okkur í samkomubanni, en í gær lék Albert sér í fjóra tíma með dósaopnara
-
Lesa bók?
Albert: „Pabbi!“ Pabbi: *opnar augun og sér að Albert stendur við rúmið. Býður honum að koma uppí* A: „Pabbi, viltu lesa bók fyrir mig?“ P: *lítur á klukkuna — hálf fimm* „Ööööö, ekki núna ástin mín, það er nótt. Núna þarf að lúlla meira“ A: „Ókei!“ *fer aftur inn í herbergi til sín og sést…
-
Bannað
Albert: „Hérna stendur bannað að henda ruslið í götunni“
-
Eppúl
Albert: „Dedí, æ vont eppúl!“ Pabbi: „Dú jú vont vonn or tú eppúl?“ A: „Æ teik vonn eppúl“ P: „OK, æ vil giv jú vonn eppúl! Telma, dú jú olsó vont eppúl?“ Telma: „???“
-
Hæ Sámur
Þegar þú þarft að útskýra fyrir eiginkonunni að þú sért að fylgja Hæ Sámi á fb 🙂
-
Spennt
Morgun Sandra: *skoppar um íbúðina eins og súperbolti á sterum* „Ég er svo spennt!“ Pabbi: *verður örmagna af að horfa á orkuna sem fer til spillis* „Af hverju?“ S: *hoppar* „Það eru pylsur í matinn í kvöld!!!“ *hoppar*
-
Þrautabók
Telma gerði krefjandi þrautabók
-
Sandra teiknar
Sandra ásamt nokkrum bekkjarfélögum. Það er augljóst hver er hvað Hef ekki hugmynd hvað er í gangi hér, nema að myndin er geggjuð! Því miður er ekki búið að skrifa þessa bók ennþá, en kápan lofar endalaust góðu