*skoðum bók*
Albert: „Þetta er ekki 1! Þetta er þrír!“
Pabbi: hmmm?
A: „Snjókarl, gulrót og fata!“

*skoðum bók*
Albert: „Þetta er ekki 1! Þetta er þrír!“
Pabbi: hmmm?
A: „Snjókarl, gulrót og fata!“
Pabbi: „Æ nei! Ég nenni ekki að labba upp!“
Albert: *ýtir af öllu afli á rassinn á pabba meðan pabbi skríður á undan upp tröppur*
P: *leysir óforvarandis vind*
A: *hleypur mjög dramatískt burt eins langt og hann kemst* „Ó nei! Ég er að fjúka!!“
Pjakkur: „Þetta ég! Með klurrur! Og skó, bláa skó!“
Pabbi: „Já, mjög flottar krullur“
Albert: „Þetta er afi. Í baði. Afi í baði hjá okkur“
Ef það flokkast undir hobbý að sprauta vatni á allt sem fyrir verður, þá er Albert búinn að finna sér nýtt hobbý
Ég: *brenni kjötbollur*
Barn: „Hvað er í matinn?“
Ég: „Æ, bara vonbrigði og mistök“
Hitastig: *fer yfir 5 gráður*
Við: „SUUUUUUMMAAAAAAARRRRRR!“
Í samkomubanni hafa börnin m.a.:
Kitluvélin í aksjón
Ég vil biðja þau ykkar sem fengu ekkert snapp frá Albert í kvöld afsökunar. Það er ekki víst að hann meini neitt með þessu, að hann vilji skilja þig útundan. Hann er enn að læra á Snapchat, og kann ekki alla stafina, svo það er alveg inni í myndinni að honum hafi barasta yfirsést nafnið þitt
Annars er gott fyrir mig að vita hvert ég get leitað ef mér dytti í hug að gera svona snapp eins og unga fólkið
Tæpra fjögurra vetra pjakkur (sem er búinn að horfa aðeins of mikið á jútjúb) leikur sér
„Jú vont nudd? Jú giv pjening? Hér is pjening. Fein kjú verrímæts“
„Hæ, hvad jú dúing? -Æm skelletonn – Jú skelletonn? -Jess æm. -Gúdd næn … tsjúgg!“
„Tojlet! Tojlet! Tojlet! Vú hú!! Vodd jú dúing hér tojlet? … Þetta er sjovab okkar. Ó mæ gúdneeee“
Albert: *sprautar vatni framan í lítinn dótakall*
Lítill dótakall: „Mæ æs! Mæ æs!!“
Albert uppgötvaði um helgina hvernig á að skipta um myndirnar sem birtast af okkur fjölskyldunni í Netflix appinu
Nú eru liðnir þrír dagar og honum þykir þetta ennþá töluvert meira spennandi en að horfa á eitthvað
„Þau eru bara allan tímann að reyna að byrja saman og hætta saman!“
Sandra, tíu ára, hefur uppgötvað Friends og er búin að horfa á 27 þætti: „Af hverju heitir þetta ekki bara Byrja saman og hætta saman?“ *heldur áfram að horfa*
Kom að henni að horfa og hún lagði höndina yfir spjaldtölvuna í ofboði þegar Ross og Rachel fóru að „kela“
Í dag lærðu börnin mín að þolinmæði þrautir vinnur allar.
Það getur tekið Tannálfinn 2-3 nætur að gera sitt, en hann skilar sér á endanum
Hef annars heyrt dæmi þess að Tannálfurinn hafi skilið eftir skuldaviðurkenningu.
Og miða um að ákveðin upphæð verði millifærð á bankareikning barnsins