Tag: börnin

  • Lönd í Afríku

    Pabbi: „Hvaða lönd þekkirðu í Afríku?“ Sandra: „Afríku?! Ég þekki ekkert!“ P: „Við skulum prófa að ég byrja að segja landið, og þú klárar. T.d. Egy…“ S: „Egyptaland!“ P: „Frábært! Og Ken…“ S: „Kennitala!!“

  • Frostungur

    Öll fjölskyldan úti á palli með ís- og frostpinna. Albert: „Oj! Frostungur!“ Pabbi: *hmmm!?* P: *finnur á endanum geitung*

  • Esjan

    Albert: „Pabbi, Esjan er falleg!“

  • Ís

    Þegar gefa skal systrum ís getur vog sem vigtar upp á gramm afstýrt hjaðningavígum

  • Albert er svo woke að ósýnilegi vinur hans er bæði strákur og stelpa

  • Upptekinn

    Úti að sinna listinni, garðyrkju, vísindum og ýmsu fleiru

  • Pabbi

    Albert *á efri hæð*: „Pabbi!“ A: „Pabbiii!“ Pabbi: „Já?“ A: „Pabbiii!!!“ P: „Já?!?“ A: „Pabbiii!“ P: „JÁÁÁÁÁ!?!??“ A: „Pabbi, ég er ekki að tala við þig!“ P: A: „Pabbiii!“

  • Hæ Sámur

    Pabbi: „…já, Kátur er krókódíll, en mamma hans er fíll! Varstu búinn að taka eftir því?“ Telma: „Jahháts! Löngu búin að taka eftir því! Það er af því að hann er dáleiddur“ P: Telma: „Æ, ég ruglast alltaf á dáleiddur og ættleiddur“

  • Í vinnunni

    Telma: *er í heimsókn í vinnunni hjá pabba* „Pabbi, hvað gerirðu eiginlega í vinnunni?“ Pabbi *tárast yfir því að einhver sýni vinnunni hans áhuga*: „Sko, ég skrifa leiðbeiningar með forritum. Eins og til dæmis ef þú ætlar að skrifa í tölvunni og prenta út, þá eru til leiðbeiningar sem segja ýttu hér og skrifaðu svona…

  • Búr

    Þegar þú klúðrar skráningunni á sumarnámskeið og þarft að taka gríslingana með í vinnuna er gott að hafa aðgang að sterkbyggðu búri /when you mess up signing the kids up for their summer course and need to bring the little rascals to work, it’s good to have access to a sturdy cage

  • Pabbi: „Halló! Þú hefur aldrei komið í heimsókn til okkar áður er það?“ Stúlka í heimsókn í fyrsta skipti: „Nei!“ P: „Varstu að fá ný stígvél?“ Síhífs: „Já, hvernig vissirðu??!“

  • Börnin taka myndir

    Stundum laumast börnin í símann og taka myndir án þess að ég viti…