Tag: börnin

  • Pabbi: *les fyrir Albert og breiðir svo yfir hann* „Góða nótt!“ Albert: *veltir af sér sænginni* „Ég vil ekki gatsæng! Ég vil réttsæng!“ P: * déjà vu * „Ööööö, þú getur sko lagað sængina sjálfur!“ A: „Pabbi, ég vil ekki heyra svona tal!“

  • Hvað er í gangi!

    Morgun. Pabbi og Albert niðri. Borða hafragraut Stelpurnar uppi. Læti. A: *leggur frá sér skeiðina* „Ég ætla upp að segja hvað er í gangi!“ A: *plomp plomp plomp plomp* „HVAÐ. ER. Í. GANGI?“

  • Pabbi reynir að fá Albert til að klæða sig fyrir leikskólann. Albert: „Ég kann ekki!“ Pabbi: *potar í augað eins og kjáni. Setur sokkinn á eyrað á honum* A: „Pabbi af hverju ertu klaufi og veist ekki hvar sokkana eiga að fara?“

  • Af og til þarf að minna Albert á að horfa ekki á ljót vídeó, t.d. þar sem er verið að keyra yfir hluti Albert: *sýnir* „Pabbi, er þetta ljótt?“ Pabbi: „Nei, ég held ekki“ A: „En ef maður ýta á sturta þá er ekki lengur til kötturinn!“

  • Iðnaðarmaður, sitjandi klofvega á mæni hússins, kallar niður: „Sigurður, er bíllinn minn nokkuð fyrir þér?“ Pabbi: „Neinei!“ Albert: „Af hverju sagði hann Sigurður?“ P: „Af því ég heiti Sigurður“ A: „HEITIRÐU EKKI PABBI?“

  • Íbúð til sölu

    Glæný, mjög sjarmerandi 1.040 fersentimetra íbúð á besta stað, við norðurenda borðstofuborðsins, með óviðjafnanlegu útsýni yfir Esjuna. Innbyggt sjónvarp, fartölva og rúm. Aðeins 120 cm í næsta ísskáp. Arkitekt: Sandra

  • Tengi

  • Enskumælandi börn í heimsókn Pabbi: „Stelpan er fjögurra ára eins og þú, en hún talar ensku eins og Peppa pig. Viltu prófa að tala við hana?“ Albert: *roðnar og hristir höfuðið* … tvær mínútur… A: *réttir Bersa* „This is Marshall!“

  • Dóttir: „…hvað heitir hann?“ Pabbi: „Frikki“ D: *hneyksluð* „HEITIR HANN FRIKKIN’?“

  • Albert situr inni í stofu að leika sér, aleinn: „Æma bits! Æma boss! Æma bits æma boss æma bits æma boss!“

  • Fréttir: „… með áherslu á að kennsla raskist sem minnst“ Albert: „Rass kysst!“ *flissar í 10 mínútur*

  • Á leikvelli með fjögurra ára pjakk. Taktföst tónlist í fjarska. Albert: „Eridda begæ?“ Pabbi: „Begæ? Ég veit ekki hvað það er?“ P: P: „Me… meinarðu Bad guy?“