Tag: börnin
-
Stelast
„Pabbi! Þú mátt ekki sjá mig þegar ég er að stelast!“ Ég bauð honum að láta mig vita þegar ætlar að stelast Hann hugsaði málið í smástund og kinkaði svo kolli
-
Pirraður Albert kvartar yfir öllu í morgunsárið, en róast á endanum, eftir 2x brauð með sultu og tvo þætti af Hæ Sámi. Hann skilur samt ekki alveg, því venjulega er ekkert sjónvarp á morgnana og bara hafragrautur á boðstólum: „Pabbi, af hverju leyfirðu mér allt?“
-
Kvöldmatur Albert klárar af diskinum Pabbi: „Viltu meira?“ A: *Hristir höfuðið ákveðinn. Bendir hneykslaður á mylsnu á diskinum* „Ég er ekki búinn!“
-
Albert: *fer inn í geymslu* „Pabbi, hvar er litli hamar?“ Pabbi: „Ööööö af hverju vantar þig hamar?“ A: „Til að hama dekkið á ruslabílinn!“
-
Eftir að suða heilmikið í og takast loksins að sannfæra pabba um að koma út að leika tekur Albert sér 20 mínútur í að klæða sig til að fara út með pabba. Pabbi: „Jæja, ertu tilbúinn?“ Albert: „Ég þarf að pissa. Uppi“ … 5 mínútur… P, niðri: „Hvernig gengur að pissa?“ A: „Illa. Ég ætla…
-
Albert leikur sér með bíla Pabbi: *tekur bíl og byrjar að keyra* „brummmm“ Albert: „Þú kannt ekki að keyra bíl. Ég á að leika með alla bílana“ P: „Ó! En hvað á ég þá að gera?“ A: „Æ, farðu bara í símann!“
-
Albert leitar að stóru systur: „Hvar er Sandra?“ Pabbi: „Hún ætlar að gista hjá vinkonu sinni í nótt!“ A: „Ætlum við ekki að eiga Söndru lengur?“
-
Heimspekingurinn sonur minn: „Pabbi, af hverju Karíus og Baktus eiga engan heimili?“
-
Pikknikk á palli
Albert býður í pikknikk úti á palli. Kemur svo út með „vatn og samlokur“ Ekki að ég vilji vera að kvarta, en ef einhver beindi byssu að mér myndi ég kannski byrja á að nefna að brúsinn er tómur og samlokan tómt, gaddfreðið brauð
-
Albert er greinilega staddur í æsispennandi þætti af Hvolpasveit, því úr stofunni heyrast þessar samræður: „Æma tsjeis isona keis!“ „Feinkjú tsjeis!“ „Jú welkom!“
-
Albert: „Þegar é er búinn missa eina tönn og setja undir kodda minn og fá pening þá get ég farið með pening í vinnuna og kaupa eitthvað!“
-
Albert: „Pabbi, sjáðu hvað ég var að telja: Einn, tveir, frír, fjórir, fimm, sex, sjö, átta!“ Pabbi: „Já, en þetta er alveg rétt!?“ A: „En er ekki neitt fimmtán?!?“