Tag: börnin

  • Lítið jólatré

    Albert kom með mér að kaupa jólatré. Á leið aftur að bílnum fann hann litla grein og hrópaði: „Lítið jólatré!“ /Took Albert to buy a Christmas tree. On the way back to the car, he found a little branch and shouted: “A tiny Christmas tree!!”

  • Umræðuefnið fer yfir í eitthvað ólystugt við kvöldverðarborðið Telma: „Hættiði að tala um þetta! Ég missi matarlistann!“

  • Pjakkurinn hoppar og spriklar fyrir framan sjónvarpið þar sem parkour gaurar hoppa milli húsþaka á meðan ég rígheld mér svo ég detti ekki úr sófanum og falli tugi metra niður á götu í París

  • Það hefur sína kosti að búa eins og svín Klukkutíma eftir að krakkarnir fóru niður og kíktu í skóna var ekkert þeirra búið að taka eftir pokanum sem jólasveinninn virðist hafa gleymt á sófanum í nótt

  • Þegar fjögurra ára drengur á tíu ára systur sem hlustar mikið á 6ix9ine getur það endað með því að ungi maðurinn hleypur um allt syngjandi punani nani nani – punani nani nani gæti sosum verið verra

  • Í sjónvarpinu: „Gerum þetta saman! Byko“ Albert: *fliss* „Píkó!“ *fliss*

  • Albert verður oft ánægður þegar hann kíkir í skóinn á morgnana, en aldrei eins og í morgun, þegar hann kíkti í skó foreldra sinna (sem hann setti sjálfur út í glugga í gærkvöldi) og fann þar pínulitla kartöflu í hvorum skó Hann hljóp inn í leikskólann í morgun og gargaði „Pabbi og mamma fengu kaltöflu…

  • Hringja í afa

    Pabbi: *úti í göngutúr* Sími: *hringir* Albert: „Ég var að hringja í afa óvart!“ P: „Ha? Tókst þér að hringja í afa þinn?“ A: „Já, afi var að tala!“ Kemur í ljós að drengurinn var aleinn að fikta í símanum niðri í stofu og honum brá víst aðeins þegar gamli maðurinn svaraði. Svo fór hann…

  • Albert: „Má ég fara æpaddinn?“ Pabbi: „Þú veist að þú mátt ekki fara í Among Us?“ A: „Ég ætla ekki að fara í Among Us“ P: „Hvað ætlarðu þá að fara í?“ A: „Fyrst fer ég í eitthvað annað og SVO í Among Us!“

  • Litlu stafirnir

    Það lítur út fyrir að Albert sé búinn að læra litlu stafina líka /looks like Albert has learnt the lower case letters as well

  • Adam átti syni sjösjö níu átta Satan! ??

  • Lesum bók um líkamann, m.a. skynfærin fimm Pabbi: „Til hvers notum við augun?“ Albert: „Til að horfa!“ P: „Til hvers notum við puttana?“ A: „Til að pota!“ P: „En nefið?“ A: „Til að snýta!!“