Tag: börnin

  • Rúsínurass

    Kem að Albert hálfum inni í ísskáp að þamba ávaxtasafa beint úr fernunni.

    Albert: „Ég er rúsínudrengur. Nei, bíddu, hvernig segir maður aþtur?“ ?

    Pabbi: „Ööööö, meinarðu rúsínurass?“

    A: „Já! Ég er rúsínurass og djúsínurass!“

  • Morgunmatur

    Loksins kemur pabbi til að athuga hvernig gengur að borða morgunmatinn: AB mjólk „með rúslí og músínum”

    Pjakkur: „Þetta borðast eins og gamalt”

  • Fjölskylda Steina

    Þessi komu í heimsókn til Söndru

  • Vinir

    Sandra var að kynna mig fyrir nýju vinum sínum

  • Pizza

    Note to self: Næst þegar þú ætlar að geyma kanil í kryddstauk sem stendur á Pizzakrydd fyrir krakka, skaltu muna að skrifa KANILL með mjög stórum stöfum


    Ok, lítur ekki út fyrir að þetta sé milljón króna hugmynd

    Krakkarnir sökuðu mig um að reyna að drepa sig

    Konan hefur reyndar aldrei borðað svona mikið af heimalöguðu pizzunni minni


    Sosum ekki það versta sem ég hef smakkað

    Og ef út í það er farið sosum ekki það versta sem ég hef eldað heldur

  • Fjölskyldan

    Öll fjölskyldan – hver með sitt uppáhalds

    Fjölskyldumynd
  • Fuglar

    Albert: *dæs* „Ég er búinn að læra SVO mikið um fugla!“

    Pabbi: „Já, þú varst að læra um krumma um daginn, ertu búinn að læra um fleiri?“

    A: „Já, snjótigglingur er hvítur en með svart skott!“

  • Banka

    Albert: „Pabbi hvað gerist í þessari bók?”

    Pabbi: „Þau voru að ræna banka”

    A: „En af hverju?”

    P: „Af hverju hvað?”

    A: „Af hverju voru þau að reyna að banka?”

  • Foreldraviðtal

    Pabbi: „Er eitthvað sem þú vilt að ég tali um við kennarann þinn? Foreldraviðtalið er í dag.“

    Telma: „Neeeee … eða jú! Ég elska hesta!“


    Ég skilaði þessu samviskusamlega til kennarans, sem skellilhló og sagði „…ég veit!“

  • Hvað í ósköpununum

    Albert: „Hvað í ósköpununum!“ *bendir hneykslaður á ökklann á sér* „Ég er alltaf að fá sár!“

  • Pabbi reynir að hjálpa Albert að sofa alla nóttina í sínu rúmi: „Sko, skrýmsli eru ekki til í alvörunni — bara í æpaddnum og sjónvarpinu. Stundum sér maður þau í draumi, en þau eru bara til í þykjó!“

    Pj: „En löggur? Eru löggur bara til í þykjó?“

  • Öxlin

    Pabbi: „…en þetta verður ekki auðvelt!“

    Telma: „Já, ég þarf bara að bíta í öxlina!“ *beygir höfuðið og reynir að narta í öxlina á sér*