
Mamma: „Hnuss! Við getum gert betur en þetta!“
Sjaldan krúmeitinn drepur impostorinn
-mamma

Betri er Bríet en Auður
-pabbi
Ekki er pabbabrandari góður nema móðir segi
-mamma

Sultur gera ristað brauð betra
-Albert
Mamma: „Hnuss! Við getum gert betur en þetta!“
Sjaldan krúmeitinn drepur impostorinn
-mamma
Betri er Bríet en Auður
-pabbi
Ekki er pabbabrandari góður nema móðir segi
-mamma
Sultur gera ristað brauð betra
-Albert
Pabbi: *undirbýr hádegismat úr afgöngum* „Ef við klárum fiskinn ekki núna set ég hann á pizzuna í kvöld!“
Allt klárast
Dóttir: „Mig langar í meiri fisk!“
Mamma: „Þá þarftu að fara að veiða!“
Allir: …
Pabbi: „Vá! Mamma sagði pabbabrandara og enginn veit hvað er í gangi“
Dóttir: „Og þú hlóst ekki, svo núna veistu hvernig okkur líður!“
Allir segja draugasögur
Albert: „Einu sinni var draugur!“ *athugar hvort einhver er orðinn hræddur*
A: „Og draugurinn fór inn í hús! …og draugurinn fann fót!“
Pabbi: „Fót?!!?“
A: „…pabbi ég vil ekki segja sögu. Núna þú segja sögu…“
Pabbi vinnur heima
Albert kemur í heimsókn: „Kvarta gera?“
Pa: „Vinna“
A: „Hvað er vinna?“
Pa: „Ööööö …“
A: „Er það að gera leiðinlegt?“
Albert haltrar
Pabbi: „Hvað kom fyrir? Var krókódíll sem steig á fótinn þinn?“
A: „Nei. Api búinn að segja ú ú a a og þá var ég með illtan fót!“
Telma spurði hvort væru fleiri foreldrar eða börn í heiminum og nú get ég ekki hætt að hugsa um það!
Pabbi: „Þetta er Emil og þetta er Ída!“
Albert: „Nei!“
P: *bendir* „Jú, hér er Emil og *bendir* hér er Ída!“
A: „En hver er þá Kattholt?!!
Albert: „Í hvíldinni í leikskólann vorum við að lesa bækur! Emilí Kaltholti og Blómi Ljóshjarta!“
Pjakkur: „Pabbi, mig langar að fara á krakkarúv og horfa á hita!“
Tók smástund að fatta að hann vildi horfa á veðurfréttir.
Hér er hann að horfa á veðrið síðan í gær í þriðja sinn
Btw, hann verður ógurlega leiður þegar hann sér að það er bara þrír hjá okkur, en fagnar voðalega þegar farið er inn í hlýrri framtíðina, og hreinlega dansaði þegar hann sá níu!
Löööööngu síðar:
Pabbi: „Eigum við kannski að horfa á eitthvað annað núna?“
Albert: „Nei, mig langar að horfa aftur á hita!“
Elín Björk Jónasdóttir á dyggan og krullaðan fjögurra og hálfs árs aðdáanda sem fær ekki nóg af veðurfréttatímanum síðan í gær
Uppfært 7. maí 2021:
Kom að Albert í gær að fletta í gegnum RÚV appið: „Hvar er þátturinn um stelpuna sem byrjar á E?“
Fundum veðrið, en hann varð ekki sáttur fyrr en við fundum „stelpuna sem byrjar á E“ í ca. tveggja vikna gömlum þætti
Pjakkur: „Pabbi, mig langar að fara á krakkarúv og horfa á hita!“
— siggi mús (@siggimus) March 16, 2021
Tók smástund að fatta að hann vildi horfa á veðurfréttir
Hér er hann að horfa á veðrið síðan í gær í þriðja sinn#pabbatwitter pic.twitter.com/bw3XsxNne2
Ef þú last 136 blaðsíður í gær er allt í lagi að lesa mínus 103 blaðsíður í dag
Pabbi: „Hvað viltu gefa [besta vinkona á leikskólanum] í afmælisgjöf?“
Albert: *hleypur og nær í* „Þessa konu sem er ekki með fætur og er dáin!“
Albert kjagar inn í stofu með krukku af bláberjasultu og skeið: „Ég er búinn að borða rosa rosa mikið, en ég er ekki búinn að stækka!“ *mokar upp í sig meiri sultu*