Tag: börnin

  • Aftan

    Í bíl.

    Albert: „…í framsæti og líka í … ? hérna, sætið fyrir aftan“

    Pabbi: „Það heitir aftursæti“

    A: „AFTURsæti? Af hverju heitir það aftURsæti? Er það aftur og aftur? NEI! Það er FYRIR AFTAN! Það á að heita AFTANsæti“

  • Úti að labba

    Úti að labba með Albert á hjóli og Húgó í taumi

    Það gekk ekki aaaaalveg eins og í sögu og ég var aðeins að byrja að pirrast þegar Albert stoppaði, leit á mig, brosti og sagði: „Mér finnst gaman í lífinu mínu!”

    Ég held ég hafi fengið eitthvað í augað

  • Draumar og skrýmsli

    Albert rifjar upp ljótan draum fyrir háttinn, en nær þó að sofna frekar hratt


    ??


    Pabbi hinkrar aðeins lengur en þarf og rís svo ofurvarlega upp

    Albert: „Þú skemmdir drauminn minn … við vorum falleg fjölskylda, en svo varst þú með læti og ég vaknaði“


    ??


    A: ?? „Það voru skrýmsli“

    P: „Veistu, þú getur stjórnað því hvað skrýmslin gera inni í hausnum þínum“

    A: ??


    ??


    A: „Skrýmslin voru að hella vatni á mig og ég var að teikna og skrýmslin sáu að ég var að teikna hjörtu og þau hættu að hella vatni og knúsuðu mig“

  • Listaskóli

    Pabbi: „Hvenær er listaskóli?“

    Albert: „Þau sögðu allavegana miðvikudagur“ ?„Hvaða dagur er í dag?“

    P: „Þriðjudagur. En ef það er þriðjudagur í dag, hvenær er þá miðvikudagur?“

    A: „Pabbi! Veistu það ekki? ? Sko, ef þú veist ekki, þá…“ ?„sunnudagur mánudagur þriðjudagur…“ ?

  • Uppáhalds lagið

    Allir hlusta á tónlist saman

    Sandra: „Ómægad! Ég var alltaf að hlusta á þetta! Þetta var uppáhalds lagið mitt þegar ég var svona fjögurra eða fimm ára“

    Albert: „Þetta er líka uppáhalds lagið mitt þegar ég er núna!“

  • Segja ljótt

    Pabbi: „Hvaða lag heldurðu að vinni í kvöld?“

    Sandra: „Reykjavíkurdætur“

    Albert: „En þær segja ljótt!“

    Pa: ?

    A: „Bits!“

  • Ekki horfa?

    Albert gengur framhjá pabba sínum, sem er aðeins afsíðis og með nefið oní símanum. Spyr alvörugefinn: „Ætlar þú ekki að horfa á Júróvisjón tvöþúsundtuttutvö?“

  • Blaut húfa

    Sæki Albert á leikskólann

    Pabbi: „Húfan þín er rennandi blaut! Hvað gerðist eiginlega?“

    Albert: „Það var svona vatn sem lak niður og við vorum að standa undir og gera svona“ *hallar aftur höfðinu, galopnar munninn og sýnir hvernig vatnið lak inn í munninn*

    P: *finnur gegnblautan bol* „Blotnaði bolurinn líka svona?“

    A: „Nei. Við tókum húfuna af og stóðum undir og létum renna á hárið!“ *sýnir eins og hann sé í sturtu*

  • Sæki Albert á leikskólann

    Pabbi: „Húfan þín er rennblaut! Hvað gerðist eiginlega?“

    Albert: „Það var svona vatn sem lak niður og við vorum að standa undir og gera svona“ *hallar aftur höfðinu, galopnar munninn og sýnir hvernig vatnið lak inn í munninn*


    P: *finnur gegnblautan bol* „Blotnaði bolurinn líka svona?“

    A: „Nei. Við tókum húfuna af og stóðum undir og létum renna á hárið!“ *sýnir eins og hann sé í sturtu*

  • Hvert ertu að fara?

    Í leikherberginu í vinnunni hans pabba:

    Albert: *byrjar að opna dyrnar* „Pabbi, þú fart ekki koma með!“

    Pabbi: „Hmm??! Hvert ertu að fara“

    A: „Veitiggi!“

    A: *fer*

  • Háttatími

    Albert reynir að sofna. 5 mínútur líða

    A: „Pabbi, ég ætla að snúa mér þangað“

    Pabbi: „Allt í lagi“

    A: „Ég verð, annars dey ég“

    Pa: „Ok“


    …20 mínútur…

    A: „Pabbi, hálsinn á mér er að detta af!“

    P: „Nú?“

    A: „Já, það eina sem lætur hálsinn minn ekki detta af er að sofa ekki. Ef ég sef dettur hálsinn á mér af á morgun“

    P: „Æ! Jæja, við festum hann þá bara aftur með plástri“

  • Hulk

    Hulk er stærri en húsið okkar! ?

    (verið ekki hrædd! þetta er ekki Hulk í alvörunni heldur Albert ?)