
Tag: börnin
-
Albert
Albert að vera ómótstæðilegur -
Ég er hjá þér
Albert gekk illa að sofna – í tjaldi inni í stofu
Pabbi: „Þú þarft ekki að vera smeykur, ég er hérna hjá þér“
Albert: „En ef ég sofna, hvernig veit ég hvort þú ert farinn?“
-
Loforð
Þegar börnin innheimta löngu gleymt loforð
-
Vöðvabólga
Pabbi: *stuna* „Æ, ég er með vöðvabólgu“
Ungur maður (5), nýkominn úr bólusetningu: „Af hverju ferðu ekki í bólusetningu?“
-
Telma málar
Neinei, ekkert merkilegt, bara Telman mín að mála alveg geggjaða mynd
-
Kross
Albert horfir á dagatal hugsi … „Átjánda apríl var búið til krossið!“
„…Nítjánda var Jesú að vakna…“
„Tuttugasta var hann Jesú svo festur á krossið“
-
Hreindýr
Húsdýragarðinum
Albert: „Förum heim“
Pabbi: „En við eigum eftir að sjá hreindýrin“
A: „Ég er búinn að sjá hreindýr og það var ljótt!“
-
Ekki í gær
Pabbi talar um eitthvað sem gerðist í gærkvöldi.
Albert: „Það var ekki í gær! Það var á morgun!“
-
Ber augu
Pabbi: „Ég sá það með berum augum!“
Öll börnin: ??
Albert: „Eru augun þá ekki í buxum og húfu?“
-
Leiðbeiningar
Ég vil þakka syni mínum, nær sex vetra, fyrir skorinorðar leiðbeiningar um hvernig „what the heck” skal borið fram
-
Ró
Stundum róar Sandra sig með því að teikna eitthvað…
Púsl Púsl