Númer eitt sofnuð eftir að hafa selt upp öllu sem upp selja má
Númer tvö sýnir samhug með því að kúra hjá henni (og horfa á Stubbana)

Númer eitt sofnuð eftir að hafa selt upp öllu sem upp selja má
Númer tvö sýnir samhug með því að kúra hjá henni (og horfa á Stubbana)
Á föstudaginn, um klukkutíma áður en frúin átti að mæta á kvöldvakt, var hringt frá leikskólanum til að láta vita að Telma hefði gubbað
Í morgun, um klukkutíma áður en frúin átti að mæta á morgunvakt, gubbaði Sandra
I smell a rat
Eins og ég er orðinn þreyttur á því að hlaupa heilu og hálfa dagana eftir pínulítilli berrassaðri stelpu, öskrandi „Telma, komdu í bleyju!” hefur nú komið í ljós að það getur haft sína kosti að eiga lítinn strípaling
Jú, þegar hlaupabólan (loksins!) gerir vart við sig veistu af því innan tveggja mínútna!
Þær eru auðvitað allt of ungar til að skilja íróníuna í þessu (og hér er enginn fullorðinn), en tæpum 10 mínútum eftir að ég gargaði á stelpurnar að fara varlega í kringum (kalda) eldavélina lagði ég fingur klaufalega á (heita) eldavélina
Of course they are way too young to appreciate the irony of this (and there’s no-one else around), but not 10 minutes after I screamed at the girls to be careful near the (cold) stove, I momentarily rested a finger clumsily on the (hot) stove
(chicken pox art)
Sandra: „Mamma, þú getur ekki farið í vinnuna!“
Mamma: „Nú? Af hverju?“
S: „Af því ég sit á þér!“
Söndru finnst alveg óendanlega merkilegt að pabbi sé með skegg á bumbunni
Eru til fegurri orð á íslenskri tungu en „Boð um leikskóladvöl“?
Uppfært: Í dag komu líka barnabætur! Í dag elska ég börnin mín!
eftir skemmtilega stund hjá Svövu systur lögðum við semsagt af stað heim á Kjalarnesið aftur um níuleytið í gærkvöldi í ágætu veðri. það fór aðeins að blása þegar við komum í mosó, og þegar við komum út úr mosó var bara hreint doltið pus
í því að við keyrðum undan síðasta ljósastaurnum við brúna yfir Leirvogsá kom hvellur og allt varð hvítt. veðrið fór úr pusi (18 m/s og 34 í hviðum) í rok (26 m/s – 40 í hviðum)
nú er ég skynsamur maður og sá strax í hendi mér að þetta gengi ekki, ekki með lítil börn í bílnum. ég snéri snöggvast við og reddaði gistingu í höfuðborginni. ég sver að Ance var ekki búin að öskra og garga á mig nema í mesta lagi 2-3 mínútur þegar ég komst að þessari skynsamlegu niðurstöðu alveg upp á mitt einsdæmi
Aðlögun Söndru og pabba, dagur 3: Sandra stendur sig eins og hetja, leikur sér með playmo, syngur jólalög, svarar þegar á hana er yrt og setur saman riiiiisastóra Brio lestarteina. Svo stingur hún pabba af og fer að mála jólatré og stjörnu og setja glimmer á alltsaman. Í lok dags fékk hún verðskulduð verðlaun og riiisastórt bangsaknús
Pabbi virðist afturámóti vera búinn að mála sig algerlega út í horn og er hreinlega sendur heim áður en jólaballið og jólamaturinn byrja. Skældi ekkert að ráði á leiðinni heim, en var samt þusandi og nöldrandi eitthvað
Sandra hefur tekið stórstígum framförum og stóð sig t.d. eins og hetja sem 25% kvartetts sem tróð upp með jólatónleika óforvarandis. Hún er einnig dugleg að eignast vini og undi sér dável þó pabbi hyrfi í nokkra klukkutíma
Pabbi kom sterkur inn, í útiveru ýtti hann herskara af börnum í rólu og í matnum kláraði hann allt grænmetið OG gulu baunirnar.
Í hvíld var hann afturámóti tekinn útaf í forvarnarskyni og sendur í kaffi þar sem hann undi sér ágætlega í upphafi en varð því miður ofsalega eirðarlaus og órór um leið og rafhlaðan í símanum gaf sig
Sandra vill þakka Askasleikjó kærlega fyrir rúsínurnar sem hún fékk í skóinn