Tag: börnin

  • Sit hér aaaaleinn og finn ekki upp á neinu öðru að gera en horfa á konurnar mínar fljúga yfir Þrándheim, í beinni

  • Ull

    Það sprettur út á mér kaldur sviti og ég skelf á beinunum. Ég hef aldrei séð annað eins. Barnið umturnast, afmyndast, verður nánast óþekkjanlegt. Út úr þessu öllu saman stendur svo lítil tungan, eins og látlaus punktur yfir martraðakenndu i-i

    Ég veit ekki hvaða illmenni kenndi litla Telminatornum mínum að ulla, en ég er nokkuð viss um að viðkomandi er með gráðu í bad-assery frá skóla Chuck Norris

  • Grjónagrautur

    Ég vil trúa því að ef dætur mínar fái grjónagraut annarsstaðar muni þær um ókomin ár segja „þessi grjónagrautur er ekki eins og grjónagrauturinn hjá honum pabba mínum“

    Þegar þær verða aðeins eldri munu þær bæta við „þessi er ekki brenndur“


    Uppfært: Telma bað þrisvar um meira. Vesalings barnið

  • Hvíla sig

    Eftir erfiða búðarferð er gott að tylla sér niður smástund

  • Uppáhalds

    Telma raular nýja uppáhaldslagið sitt:

    skeið skeið skeið
    skeið
    skeið skeið skeið
    skeið skeið
    skeið skeið skeið

    -Telma
  • „Telma! Þú færð eitt tækifæri! Annars færðu límmiða!”

    Sandra elur litlu systur upp

    (mögulega er hún að misskilja eitthvað agaprógrammið á leikskólanum)

  • Siggi var úti

    Í dag hefur Sandra sungið „Siggi var úti með ærnar í haga/ aumingja Siggi hann þorir ekki heim“ hárri raust.

    Með þessu annars sakleysislega framferði sínu hefur barnið óafvitandi vakið upp gamlan draug hjá föður sínum.

    Ég á von á martröðum í nótt og háum reikningum frá sálfræðingum á næstunni.

  • Eitthvað sem labbar

    „Haha! Það er eitthvað sem labbar á puttanum mínum!!“ er tvímælalaust uppáhalds leiðin mín til að komast að því að roðamaur sé að gera sig heimakominn

  • Fiskur

    „Nei, Sandra, fiskur í RASPI!“

  • Sandra / Telma

    Fyrr í kvöld sagði önnur dóttir mín (ég segi ekki hvor!) við mig: „Pabbi, þú verður að læra að segja Sandra við mig og Telma við Telmu“


    Earlier tonight, one of my daughters (I’m not saying which one!) said: “Daddy, you have to learn to call me Sandra and Telma Telma”

  • Bólusetning

    Vikur ef ekki mánuðir af áhyggjum og stressi og kvíðahnútum og frestunum virðast hafa verið ástæðulausir!

    Já einmitt, blóðmauraheilabólga er eins viðbjóðsleg og hún hljómar

    Hingað til hafa stelpurnar hrinið eins og stungnir grísir ef einhver svo mikið sem nefnir sprautu, en blessunarlega kipptu þær sér ekkert upp við þessa

  • Best í heimi

    Sandra: „Uppbesti maturinn minn í öllum heiminum er mjólk – og kolfrex“