ofnhurðin á litla heimasmíðaða eldhúsinu sem ónefndum pabba tókst að brjóta smá í gær með nefinu á elstu dóttur sinni

ofnhurðin á litla heimasmíðaða eldhúsinu sem ónefndum pabba tókst að brjóta smá í gær með nefinu á elstu dóttur sinni
fyrsta eiginhandaráritunin
Sandra: „Kristján, Dilján! Kristján, Dilján!“
Ég: „Dilján?“
S: „Já, það rímar!“
Ég: „Já, það rímar. En heitir ekki nýi kennarinn Diljá?“
… ein djúpt hugsi …
S: „En hún svarar alltaf þegar ég segi Dilján!“
Sandra: „Ég vil fá hundaklippingu!“
Pabbi: „HA?!!?“
S: „Ég vil fá hundaklippingu!“
P: „Hvað í ósköpunum meinarðu barn?“
S *bendir á sjónvarpið*: „Ég vil fá hundaklippingu!“
P: „… meinarðu næsta þátt af Skoppu og Skrítlu?“
fjölskyldan á góðri stund. Sandra tók myndina í gærkvöldi
þarna eru pabbi og mamma og Sandra og Telma og Ugla og að sjálfsögðu Mikki Mús
fjölskyldan á góðri stund. Sandra tók myndina í gærkvöldi
þarna eru pabbi og mamma og Sandra og Telma og Ugla og að sjálfsögðu Mikki Mús
á leiðinni heim
Lukkunnar pamfíll, það er ég!! Hef nú verið giftur þessari yndislegu konu, Ance Laukšteina í fimm æðisleg ár 🙂
I have had the great fortune of being married to this lovely lady for five wonderful years 🙂
Á meðan ég sinnti bráðnauðsynlegu erindi sem kom upp í því að ég gekk inn um dyrnar með stelpurnar tóku þær að sér að ganga frá innkaupunum fyrir pabba sinn.
Nánast allt endaði í ísskápnum, þar á meðal brauð, rúsínur, múslí, sjampó og eyrnapinnar.
Nánast allt. Ísdollan endaði einhverra hluta vegna ofan á klósettinu. Ég er búinn að finna næstum öll eplin, misíbitin
Fórum í útilegu til Melnsils í Lettlandi