Börnin þegar ég vakna 6.30 til að fara út með hundinn áður en ég fer í vinnuna:
- erfitt að vekja þau kl 7.30
Börnin þegar ég má sofa út:
- glaðvöknuð og skælbrosandi á slaginu 6
Börnin þegar ég vakna 6.30 til að fara út með hundinn áður en ég fer í vinnuna:
Börnin þegar ég má sofa út:
Ég var á efri hæðinni eitthvað að bardúsa í gær. Ég heyrði Albert kalla eitthvað niðri, en var upptekinn. Nokkrar mínútur…
Albert: „…ef þú hlýðir mér ekki og hjálpar mér ekki að ná í brúna bílinn þá tek ég allan matinn frá þér og þú verður vegan!“
A: „Hvað er vegan á ensku?“
A, alls ekki sannfærður: „Veistu það kannski ekki?“
P: „Hvað þýðir að vera vegan?“
A: „Að vera vegan er að borða bara nammi“
Sandra, við Telmu: „Manstu að einu sinni var pabbi alltaf að gera svona *hnusar út í loftið* og segja „Hmmmm, ég finn lykt af montrassi…“ hann var bókstaflega ALLTAF að segja það!“
Úti með börnunum. Fer af pallinum út á grasið
Albert: „Farðu varlega! Passaðu þig að detta ekki ofan í trap-ið sem ég var að gera!“
Neisko, sé að krakkarnir hafa farið með krítar út á pallinn. Hvað ætli þau…
Segðu mér að þú eigir barn á leikskóla án þess að segja mér að þú eigir barn á leikskóla
Sonur minn að máta buxur
Albert gengur illa að róa sig og leggjast út af fyrir nóttina.
Albert: „Á morgun er fimmari!“
Pabbi: „Fimmari? Hvað er fimmari?“
A: „Í leikskólanum segjum við stundum fössari fyrir föstudagur. Á morgun er fimmari“
Myndirnar frá eldgosinu loksins komnar úr framköllun
Skoraði á Söndru að teikna af mér mynd og að sjálfsögðu greip hún tækifærið til að níðast á gömlum sólbrenndum manni og hafði mig rauðan eins og humar.
En stóra spurningin er: Getur þú séð hvor er hvað?
Would the real sunburnt siggimus please stand up!
Frábær helgi í geggjuðum selskap.
í gær rættist „gamall“ draumur Alberts þegar hann fékk að fara í ökuskólann í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Loksins kann Albert að keyra.
Í morgun var sveitaferð með leikskólanum og nú seinnipartinn dró hann mig út í óvissuferð sem endaði niðri í fjöru svo hann gæti sýnt mér helli sem þau fundu í fjöruferð í leikskólanum um daginn
Ég er gersamlega úrvinda, en á móti fékk ég vel ráðlagðan dagskammt af öllum þeim fjörefnum sem einhverju skipta
Hmmm, hvað ætli pjakkurinn sé að lesa af veggnum inni í kofanum?