Tag: börnin

  • eitthvað á þessa leið voru jólin okkar 🙂

    gleðilega jólarest! (þó seint sé í bossa klipið)

    Merry rest of Christmas everyone (better late than never!)

  • Stelpurnar og Ance sátu og pökkuðu inn gjöfum.

    Sandra: „Pabbi, við erum búin að pakka inn þremur pökkum!“

    Pabbi: „Vá, eru rosa margir sem fá pakka frá okkur?“

    S: „Já!“

    P: „Kannski fáum við einhverja pakka líka?“

    S: „Neinei! Við þurfum ekki pakka,“ sagði hún og benti á pakkana tvo sem þær systur gerðu á leikskólanum. „Við eigum pakka!“

  • þegar ég fór með stelpurnar í leikskólann í morgun var snjóbylur og skyggnið á bilinu 2-22 metrar, ég ákvað að fara bara heim og bíða af mér mestu lætin

    svo þegar ég var farinn að sjá yfir til Reykjavíkur ákvað ég að nú væri ekkert mál að skjótast. vegagerðin er ekki alveg sammála

  • augnablikið þegar þú fattar að þú ert kominn 12 km frá leikskólanum og enn að hlusta á Latabæ

  • sem foreldri hefur maður stundum áhyggjur af því að bregðast börnum sínum. svona nagandi tilfinningu fyrir því að börnin þurfi að líða fyrir eitthvað sem maður gerir eða gerir ekki

    nokkrum sinnum í mánuði er Ance á morgunvakt og ég þarf að koma stelpunum á leikskólann – aleinn og hjálparlaus. hluti af því er að gera hárið á þeim boðlegt

    eftir nokkurra mánaða æfingar er ég nokkurnveginn búinn að læra að greiða þeim án þess að nágrannarnir hringi á barnaverndarnefnd, en þegar ég reyni að gera tagl eða tíkó …

    í gærmorgun þegar ég þóttist vera búinn, stóð Sandra upp, leit í spegilinn og fór að hágráta: „ÉG VIL EKKI LÍTA ÚT EINS OG TRÖLL!!“

  • ég heyrði lætin út á bílastæði

    þegar ég kom inn á leikskólann sá ég að litli bróðir bestu vinkonu Söndru var eitthvað ósáttur. mamma hans knúsaði hann og reyndi að hugga. hann sagði eitthvað sem ég skildi ekki, og mamman huggaði hann með einhverju sem ég heyrði ekki. hann hélt áfram að orga

    aftur sagði hann eitthvað sem ég skildi ekki alveg; „ég er hræddur við …,” og nú heyrði ég að mamma hans sagði „já, en það eru ekki …“

    en hvað sem hún sagði þá dugði það ekki til. öskrin minnkuðu ekkert

    einhverjum mínútum síðar heyrði ég loksins hvað mamman sagði: „en það eru ekki til skrímsli!”

  • Sandra í brúnu skapi

    -Sandra, 4ra ára & 2ja mánaða

  • Stafakarlarnir

    Sandra (4 ára) bað um lagið með stafakörlunum…

  • Bleikur dagur!

    og skilaboð mín til heimsins eru pís, lov og önderstanding


    uppfært:

  • ég hef þetta stutt, það er fylgst með mér

    ef ég reyni að laumast hingað til að hafa samband við umheiminn, kemur a.m.k. annar vörðurinn ef ekki báðir augnablikum síðar. það hefur ekkert að segja að finna þeim eitthvað að gera, þær finna samstundis á sér ef ég reyni eitthvað


    eða svona er tilfinningin sirkabát að vera heima með tvær litlar dömur, aðra „veika“

  • stóri (litli) listamaðurinn minn

  • Litli telminatorinn minn er auðvitað það krúttlegasta af öllu krúttlegu

    En það lang-krúttlegasta af öllu er þegar hún klifrar sjálf ofan í baðkarið mjög spennt, en verður augnabliki síðar smeyk við litlu kusk-hnoðrana sem voru fastir milli tánna en losna um leið og þeir koma í vatnið og fljóta um og ógna henni