Tag: börnin

  • Ást

    Hvenær má ég gera ráð fyrir að byrja aftur að elska 5 ára dóttur mína sem vaknaði kl. 5.40?

  • Telma: „Þetta er pabbi minn“

  • Sonur nágranna: „Pabbi, hjálpa!“

    siggimus: „Ööö, *hjálp* gjörðu svo vel!“

    Sn: „Pabbi, hjálpa!“

    s: „Hérna, veistu hvað ég heiti?“

    Sn: „Já“

    s: „Og hvað heiti ég?“

    Sn: „Pabbi!“

  • Litlubarnaefni

    Topp 5 litlubarnaefni í sjónvarpi:

    • Kalli og Lóla
    • Sara og Önd
    • Hrúturinn Hreinn
    • Ljónið Urri
    • Peppa Pig
  • Sandra segir að ég sé sætari en Conchita

    /Sandra says I’m cuter than Conchita

    Sandra og pabbi (sætari en Conchita)
  • Skeið

    Augnabliki síðar datt skeiðin af og vildi ekki tolla aftur

    2 mínútum eftir þetta fann ég Söndru hálfa inni í ísskáp að reyna að setja rabarbarasultu á skeiðina. þá yrði skeiðin sko klístruð og myndi tolla betur á nefinu

  • Hættulegt

    Það getur verið hættulegt að perla

  • Friðsamur með sverð

    Ekki láta sverðið blekkja ykkur, ég er friðsamur maður

  • Mikki Mús leitar að fílsunga og finnur hann uppi í FOKKINGS TRÉ!?!!

    Hvurslags endemis rugl er þetta eiginlega!?

  • Sandra nývöknuð: „Mig dreymdi ekki neitt, bara kartöflu að dansa á palli!“

  • Hvað er meira róandi en að gramsa í stórri dollu í leit að 40 gulum og 50 fjólubláum perlum sem á að nota í krókodíl?

  • Tveir tímar

    Tveir tímar úti að leika við börnin mín og mér finnst ég verðskulda fálkaorðu