þegar dætur þínar eru búnar að hirða öll flottu sólgleraugun
when the girls have taken all the cool sunglasses…

þegar dætur þínar eru búnar að hirða öll flottu sólgleraugun
when the girls have taken all the cool sunglasses…
Sandra: „Pabbi, af hverju borða kanínur bara gulrætur og kál og gúrkur og svoleiðis?”
Pabbi: „Ööö … af því að þær kunna ekki að fara í búð og kaupa pylsur … og eiga ekki heldur neina peninga!”
Sandra: „Það þarf líka að kaupa gúrkur í búð…”
Ég ýti Telmu í rólu. Eins og venjulega biður hún um að fara „hátt hátt upp í geim!”
Hún skríkir af kæti og biður um meira. Ég ýti meira og bæti við smá snúningi og sveiflu.
Telma: „Jibbí! Rússíbanani!”
Sandra situr í sófanum, komin í náttföt. Í sjónvarpinu syngur Diddú aríu.
Pabbi: „Sandra, langar þig að syngja svona, fyrir framan fullt af fólki?’“
Sandra: *fitjar upp á nefið*
P: „Þú þarft ekki að syngja svona óperu eins og hún, ég meina langar þig að syngja eitthvað sem þú kannt og þér finnst skemmtilegt að syngja?“
Sandra: „Rassi rassi trallala?“
síðbúinn hádegisverður, spaghettí með sósu
Þegar klukkan er 6.23, konan á næturvakt, báðar dæturnar skriðnar upp í rúm til þín — vakandi að sjálfsögðu — og þú færð óþægilegt hugboð um að Bjúgnakrækir hafi gleymt einhverju
ítarlegar og hávísindalegar rannsóknir mínar undanfarið hafa leitt í ljós að það getur hreinlega verið gaman að eiga börn.
að því gefnu að maður sé þokkalega vel sofinn
Telma (3,5) gerir jólakort fyrir opis (afa sinn í útlöndum).
Teiknar að sjálfsögðu fyrst draug, krókódíl og saumavél
eftirvæntingin hefur verið stigvaxandi síðustu vikur og var orðin áþreifanleg. hún hafði lítið plastegg utanaf leikfangi úr Kindereggi með sér í leikskólann í morgun, svona just in case
þegar til kom þurfti tönnin smá aðstoð og Sandra dró hana hreinlega úr með handafli rétt fyrir svefninn
Telma, sem hefur undanfarna daga bent á flestar tennurnar sínar og sagt „Þessi tönn er laus“ varð skelfingu lostin og virðist vera hætt við að missa tennur og „fá blóð“, amk í bili
Ég vísa þessum ummælum dóttur minnar beinustu leið til föðurhúsanna!
Ég pissaði sko alls ekki í buxurnar!