Barn: „Ég ætla að mála á þér andlitið, pabbi? Hvað viltu vera?“
Pabbi: „Tígrisdýr!“
Barn: *sleikir pensil*
Barn: „Ég ætla að mála á þér andlitið, pabbi? Hvað viltu vera?“
Pabbi: „Tígrisdýr!“
Barn: *sleikir pensil*
Að kenna barni á klukku:
„Þú færð ís kl 7”
Sandra og Telma voru komnar á fætur kl. 6.15.
Kannski finnst þeim ég elska sig of mikið?
Svipmyndir úr uppeldi:
Pabbi: „Hlustiði aldrei á pabba?“
…
P: „Hlustiði aldrei á pabba?“
…
P: „Hlustiði aldrei … æi!“
Pabbi læðist úr stofu og kíkir fyrir horn til að fylgjast með borðsiðum dætra sinna í laumi.
Sandra: “Hvað ertu að gera pabbi?”
Pabbi: “Ööö, ég er að njósna!”
S: “Ég sé alveg bumbuna þína pabbi!”
Ance heyrði í Telmu inni í herbergi, flissandi bakvið hurð. Kom að henni nagandi oststykki.
Réttra fjegurra vetra og orðin föðurbetrungur!
Exhibit A:
Telma: „Ég á ekkert dót, bara Débastían“
Pabbi: „Bara hvað?!?“
Sandra: „Hann heitir Sebastían!“
það leynist ýmislegt í vösunum á útigöllum lítils fólks
Stelpurnar á skíðum í Vasarnica, Lettlandi