Tag: börnin

  • Flott föt

    Af hverju fá smábörn öll flottustu fötin?

    Ég meina, kommon! af hverju má ég ekki vera svona flottur á árshátíðum?!?


    Uppfært 27. október 2016:

    Lausnin er (augljóslega) að láta börnin hanna á sig föt…

  • Matseðill

    Erum að gera tilraun með myndrænan matseðil. Ákveðum semsagt á sunnudegi hvað við ætlum að hafa í matinn alla vikuna. Höfum stelpurnar með í þessu og leyfum þeim að velja (innan vissra marka!). Þær hjálpa líka að prenta myndir, klippa út og líma á matseðilinn.

    Þetta er frábær hugmynd og við getum mælt með henni: Allir geta auðveldlega fylgst með því hvað er í matinn hvenær og ef einhver er með erfiðar séróskir eða biður um eftirrétt er mjög auðvelt að benda bara á matseðilinn.

    En það borgar sig að fylla matseðilinn vandlega út. Í fyrstu vikunni læddist Telma (4,5 ára) þegar við sáum ekki til og teiknaði ís í alla auðu reitina.

  • Snuddustjóri

    Telma er sjálfskipaður yfirsnuddustjóri Alberts. Áður en hann fékk snuðið ræddi hún lengi um hvað það væri augljóst að snuddan væri svarið við öllum hans vandamálum. Og nú, ef Albert svo mikið sem hnerrar hleypur hún um allt skríkjandi „Hvar er snuddan?!“

    Okkur grunar að barnið sé með þessu að vinna úr djúpstæðu tráma sem hún varð fyrir síðasta sumar á siglingu milli Helsinki og Tallinn, en þá féll snuðið hennar óforvarandis fyrir borð (ehem). Sem betur fer var víst lítið og krúttlegt hvalabarn sem fann snudduna. Tilhugsunin um það hefur hjálpað á erfiðum stundum

  • Dætur að leik:

    Dóttir 1: „Ég er súperheró. Hvað ert þú?“

    Dóttir 2: „Ég er mamma súperheró“

  • Jafn stór

    Ítarlegar rannsóknir leiddu í ljós að Albert er nákvæmlega jafn stór og Emily

  • Albert

    Verð 45 ára í haust. á tvær dætur á leikskóla.

    Fór samt að háskæla þegar bættist við gutti í gær

  • Rúlletta

    Rússneska rúllettan út að borða með börn:

    Fæ ég 3 bita af mínum mat eða þarf ég líka að borða 2 barnaskammta?

  • Þegar þú að leika við dóttur þína og þú ert nemandinn og hún er kennarinn og þú fattar að dóttir þín er fasisti

  • „Nei, ástin mín, hesturinn er ekki að kúka“

    Þegar heimsókn í Húsdýragarðinn breytist í líffræðikennslu

  • Kirkjuslanga

    Á heimilinu fannst stórhættuleg kirkjuslanga.

    Viðeigandi ráðstafanir voru gerðar. Allir heilir