Telma: „Gúmmí góður! Hættu að orma eftir mér!“
Tag: börnin
-
-
Mamma: „Pabbi! Þú ert kominn snemma heim!“
Pabbi: „Já, ég var svo duglegur í vinnunni.“
Sandra: „Varst þú duglegastur?“
Pabbi: „Ööö… já!“
Sandra: „En hver var óþekkastur?“
-
Skil ekki neitt
Af hverju mega einfættar, handalausar konur ekki fara í hoppukastala?
Skæri mega ekki hoppa í hoppukastala -
Aðdáunin á Söndru og viljinn til að vera eins æðisleg og stóra systir er svo mikil að Telma er eiginlega byrjuð að skrifa þó hún sé bara fjögurra og hálfs árs
-
Þegar tanndísin áttaði sig á því seint í gærvöldi að einu hundraðkallarnir sem til voru á heimilinu voru í sparibauk lítillar tannlausrar stúlku
-
The difference between mom and dad is that one of them knows when to stop taking pictures
-
Stundum langar broddgölt bara að vita hvernig það er að vera kanína
Broddgöltur, dulbúinn sem kanína -
Það er ekki tekið út með sældinni að vera foreldri. Meðal þess sem komið getur upp er að lesa fyrir heilan leikskóla af börnum, böngsum og broddgöltum, og eina blöðru
Pabbi les fyrir Söndru, Telmu, bangsa og broddgelti, og eina blöðru -
ég hef ekkert á móti börnum eða barnaafmælum, en við þurfum að taka umræðuna
-
Pabbi og mamma
Sandra teiknaði mynd af pabba og mömmu -
Sandra fer á leikjanámskeið á mánudag: „Ég er að fara á námskeið, en Telma er ekki að fara á námskeið“
Telma: „Ég vil líka nammiskeið!“
-
Kæri sonur,
Þú hefur nú haft tvær vikur til að finna samhengi milli þess að slá snuðið úr munninum á þér og að verða pirraður.
Ekkert?