Tag: börnin

  • Halloween

  • Telma botnar ekkert í því að einhver kalli búðina sína tojsarass

  • Þegar þú opnar óvart Safari á æpaddnum og finnur þar 78 einmana og yfirgefna flipa eftir að börnin hafa óvart potað í auglýsingar

  • Ungur maður (þriggja mánaða og þriggja daga) bíður þolinmóður eftir systrum sínum með pabba gamla

  • Í nótt lét Albert (14m) eins og andsetin bestía á amfetamíni í 2,5 klst


    Í morgun fann ég þetta í eldhúsvaskinum


    Nú hummar Telma jólalög


    Þið sem hafið lesið Opinberunarbókina, hvað gerist aftur næst?

  • 45

    Í dag er ég í bol sem dætur mínar gerðu og gáfu mér í morgun af því ég á afmæli (nema á mínum aldri er eiginlega meira viðeigandi að segja gammæli en afmæli)

    Já, ég er orðinn gamall. En í dag ég er soldið góður með mig. Rogginn. Allt að því drýldinn, því í gær gerði ég svolítið sem ég hef mögulega aldrei gert áður. Ég „hljóp“* í 20 mínútur. Í einu. SAMFLEYTT! Ég „hljóp“ 20 mínútur og það tók 20 mínútur, en ekki fjögur ár!

    *Kannski segir það eitthvað um „hlaupa“stílinn hjá mér að á sunnudaginn kom maður á bíl þar sem ég „hljóp“ eftir Brautarholtsveginum. Hann stöðvaði bílinn, skrúfaði niður rúðuna, spurði hvort ég væri að hlaupa og bauð mér svo far

  • Albert

    enjoying life

  • leyfi 3ja mánaða syni mínum ekki að hlaupa um á parketinu í neinu öðru en hágæða gúmmípunktasokkum

  • Telma (4,5 ára): „Af hverju stendur Palli piss í sjónvarpinu?“

    Pabbi: „Haaa? Það stendur hvergi Palli …“

  • þegar þú færð að skipta um bingóvinningsbleyju á meðan fiskrétturinn með karrýsósunni mallar í ofninum

  • Sandra: „Pabbi, Dóta læknir er sko alvöru plat mynd!“

    Pabbi: „Nú?“

    S: „Játs! Lifandi dót!“

  • Rúsína?

    Pabbi: „Ertu rúsína?“

    Telma: „Nei!“

    P: „Ertu sykursnúðarúsínubollurass?“

    T (grætur): „Pabbi, þú kallaðir mig rass!“