Tag: börnin

  • Stelpurnar voru að fara að sofa og Sandra bað mig að syngja Gamla Nóa.

    Pabbi: „Tja, það er reyndar ekki vögguvísa, en hvaða útgáfu? Keyrir kassabíl?“

    Telma: „Er að fokka fokk“

    Ég kann það reyndar ekki, en hún kvartaði ekkert þegar ég söng „er að poppa popp“

  • Þegar þú þarft að dobbla barnið til að skilja dúkkuna eftir í bílnum og lofa að hún sitji á koppnum/ bílstólnum í allan dag

  • Svo falleg stund: konurnar í lífi mínu (4, 6 og 33 ára) sitja saman og horfa á Skam frá í gær

  • Útidyrnar voru opnaðar 4x á 5 mín.

    Þegar ég athugaði kom í ljós að dæturnar höfðu fengið heilan herskara af ósýnilegum leynivinum í heimsókn

  • 37% af fb póstum nágrannans eru um rökvillur í Hvolpasveit Og hann er frekar virkur á fb.

    Held hann hafi ekki jafn gaman af þessu og sonur hans

  • Hands free

    breastfeeding

  • Gaf stelpunum kökubita. Sandra hámaði sinn í sig og byrjaði að væla og suða um meira meðan Telma maulaði í rólegheitum. Á endanum fékk Telma nóg af jarminu í stóru systur…

    Telma: „Vá, þú ert bara komin með vælupest!“

  • Það versta sem ég veit er þegar dætur mínar fá vælupest

  • „Þetta er ojgeðslegt!“

  • Bergmál

    Frá 26. október til 5. nóvember (11 dagar) stóð þannig á að ég var 45 ára og pabbi 90.

    Frá 26. október 2061 til 25. júlí árið eftir (akkúrat 9 mánuðir) mun standa þannig á að Albert verður 45 ára og ég 90.

  • Í 11 daga var ég 45 ára og pabbi 90 ára.

    Eftir 45 ár verður Albert 45 ára og ég 90 ára í 9 mánuði

  • „Eru ekki leiðpeningar?“

    Telma reynir að átta sig á hvernig á að setja saman nýtt leikfang