Tag: Best of

  • 18 ára

    Sandra, 6 ára: „Þegar maður verður 18 ára ráða pabbi og mamma ekki lengur yfir manni! Þá má maður gera hvað sem er … fara út í sjoppu og kaupa tyggjó og svona!“

  • Telma, tæpra fimm ára, les: „H-e-r-j-ó-l-f-u-r“ Stoppar, lítur á mig og brosir – „jól!!“

  • „Sko, mér til varnar var Albert [hálfs árs] orðinn pirraður áður en ég setti sundgleraugun á hann!“

  • Útför

    Stelpurnar voru rólegar í klukkutíma. Þegar við tékkuðum var í gangi útför sem virtist vera að ná hámarki með hjartnæmum einleik á fiðlu Löggan var öllum harmdauði, ekki síst höfrungnum

  • Í Krónunni í Mosó.Sandra potar í pabba sinn og bendir mjög áberandi „Pabbi! Sérðu manninn þarna … Pabbi, sérðu hann! … Sjáðu pabbi, hann er þarna!!“Pabbi lítur upp og þarna stendur í öllu sínu veldi Gunnar (Gussi) Jónsson (lék Fúsa í Fúsa).Hikandi, örlítið smeykur pabbi: „Ööö, við skulum ekki hérna … það er ekki fallegt…

  • ef myndin prentast vel sést hvað norðurljósin voru geggjuð í gærkvöldi

  • Á fundi hjá Lýsi: „En að hafa innsiglin þannig að það sé hægt að opna þau í einni tilraun, án vopna?“ *Hlátrasköll* „Þú ert nýr, ha?“

  • Matseðill

    Erum að gera tilraun með myndrænan matseðil. Ákveðum semsagt á sunnudegi hvað við ætlum að hafa í matinn alla vikuna. Höfum stelpurnar með í þessu og leyfum þeim að velja (innan vissra marka!). Þær hjálpa líka að prenta myndir, klippa út og líma á matseðilinn. Þetta er frábær hugmynd og við getum mælt með henni:…

  • Dóttir og heimspekingur (6 ára): „Pabbi, fá Karíus og Baktus Karíus og Baktus?“

  • Betra

    svona. líður mikið betur

  • Tannbursti

    Eftir að ég endurnýjaði tannburstann í gær áttaði ég mig smám saman á því að ég er búinn að nota barnatannbursta í 2 mánuði uppfært:

  • Einþáttungur á matmálstíma

    Pabbi læðist úr stofu og kíkir fyrir horn til að fylgjast með borðsiðum dætra sinna í laumi. Sandra: “Hvað ertu að gera pabbi?” Pabbi: “Ööö, ég er að njósna!” S: “Ég sé alveg bumbuna þína pabbi!”