Þegar hjúkrunarfræðingurinn pakkar niður í lyfjatöskuna


Þegar hjúkrunarfræðingurinn pakkar niður í lyfjatöskuna
Allt er nú til!
Jarðarber á Íslandi!
En nú kemur stóra áskorunin: Að skipta berinu í fimm jafn stóra bita svo allir fái smakk
Ööö, á meðan við reyndum að búa til reikniformúlu leystist vandamálið af sjálfu sér 🙁
Pabbi og mamma tala saman.
Pabbi: *segir mömmu frá einhverju rosalegu*
Mamma: „Ó sjitt“
Sandra, sem hefur setið í hinum enda íbúðarinnar í tvo klukkutíma í sínum eigin heimi með sín stóru eyru, gargar: „Af hverju sagðirðu ó sjitt?!“
Eiginkonan vill meina að ég eigi við vandamál að stríða
Við misstum af því að fara með Ferðafélagi barnanna á Esjuna, svo við fórum bara seinna sjálf
Börnin stóðu sig eins og hetjur
Ég hafði smá tíma áður en ég þurfti að leggja af stað svo ég kíkti á Vísi. Hmmm, þetta er nú yfir meðallagi stór frétt: Ríkið tekur yfir Glitni!
Svo ég velti því fyrir mér hvað í ósköpunum þetta þýddi þar sem ég ók út á flugvöll að sækja konu sem var að flytja til Íslands svo við gætum verið saman.
Daginn sem Ance flutti til Íslands byrjaði Ísland að hrynja.
Einhvern veginn enduðum við samt á fótunum og hér erum við enn, tíu árum, einum ketti, þremur börnum, fjórtán þúsund ísskálum og tvennum flutningum síðar.
með Ferðafélagi barnanna
Dagur 1:
Mamma: „Stelpur, eruði búnar að borða?“
Ome/ amma: „Já, þær borðuðu hafragraut“
M: „En borðuðu þær eitthvað?“
O: „Jájá, ég sagði þið fáið ekki nammi fyrr en þið eruð búnar“
Smá lettneskukennsla á fimmtudegi:
Ég sendi eiginkonunni einhverntíma mynd úr barnaafmæli. Vildi sýna henni hvað tertan væri flott.
Skjalið hét barbiekaka.jpg
Ance var að setja Evrópumet í að týna sjónvarpsfjarstýringu án atrennu
Konan gerði ísluktir í gær