Ég var að setja kaffi í pressukönnuna þegar Ance kom og fór að tala við mig. Ég ruglaðist og þurfti að byrja aftur að telja og nú er hún að hlæja að mér
Tag: Ance
-
Að horfa á fjögurra ára dreng reyna að útskýra Among Us fyrir móður sinni er mjög góð skemmtun
-
Ertu fullur?
Pabbi: *nær í bjór í ísskápinn*
Sandra: *sperrir eyrun, fylgist náið með hverri hreyfingu*
P: *sest niður, býr sig undir að opna bjór*
S: „Pabbi, ertu fullur?!“
Mamma: *leitar að hvítvínsflösku*
Sandra: *sperrir eyrun, fylgist náið með hverri hreyfingu*
M: *leitar að tappatogara í skúffu*
S: „Mamma, ertu full?!“
-
Göngutúr
Við Hafravatn
siggimus þverar læk Grenitré Blóm Útsýnið Stígurinn siggimus í hliðarhalla Mosi og þoka -
Kosningar
Ance, sem fékk ríkisborgararétt síðasta sumar: „Eins gott að hafa valið einfalt þegar maður kýs í fyrsta skipti.“
Hún, á leiðinni út: „Bíddu, hvað á ég annars að kjósa?“ *glott*
Ég: „Það byrjar á Guð…“
-
Ýtti á rauða
Mamma: „Ég finn ekki símann, geturðu hringt í hann?“
Pabbi: *hringir*
M: *finnur síma, setur í vasann og fer*
Albert: *dæsir, lítur dapur á pabba með djúpa samúð í augum* „Hún ýtti á rauða“ ??
(hjá ungum mönnum sem vita ekkert skemmtilegra en síma, og vilja helst eyða deginum í að hringja til skiptis í fjölskyldumeðlimi (og afa!) er ekki til stærri glæpur en að „ýta á rauða“ (skella á án þess að svara))
-
Æm nott dedí!
Pabbi: *kemur „heim“ úr vinnunni×*
Peppa pig: *er í sjónvarpinu*
Mamma: „What happened to George?“
Pjakkur (EKKI ORÐINN EFFING FJÖGURRA ÁRA!!): „Hí iss sikk“
P:
×niður tröppurnar
Pjakkur: „Helló momí!“
Mamma: „Hello daddy!“
Pj (EKKI ORÐINN EFFING FJÖGURRA ÁRA!!):
„Nóóó! Æm nott dedí! Æm beibí!“
Pjakkur: „Pabbi hvað þýðir bödí?“
Pabbi: „Böddí?“
Pj: „Nei, bö-dei“
P: „Ahhhh, börþdei! Það þýðir afmæli“
Pj: „Kinkar kolli. Hún sagði líka jú tú!“
Pabbi: „Are you dog?“
Pjakkur: „Nó!“
Pa: „Are you pig?“
Pj: „Nó!“
Pa: „Are you car?“
Pj: „Nó!“
Pa: „Are you baby?“
Pj: „Nó!!! Ég er Albert!! Ég er hættur þessum leik!“
-
Hundahvíslarar
Ef eitthvað er að marka hvað Albert tekur þjálfun vel eftir að hann breyttist skyndilega og óvænt í hund eru systur hans sannkallaðir hundahvíslarar
Mamma: *kemur heim*
Pabbi: „Öööööööööö, ég er með góðar fréttir og slæmar fréttir…“
M: „?“
P: „Góðu fréttirnar eru að leikskólinn verður ekki lengur vandamál… slæmu fréttirnar eru að nú eigum við tvær dætur og… mjög vel upp alinn hund“
-
Börn eða tómatar?
Sandra: „Mamma, hvort elskar þú meira, okkur krakkana eða tómatana þína?“
Tómatarnir hennar mömmu
Uppfært, 30 mínútum síðar:
HÚN ER EKKI BÚIN AÐ SVARA ENNÞÁ!!
-
Uppáhalds
Mamma: „Mig langar að fara í búð“
Pabbi, kankvís: „Eigum við öll að koma með, eða viltu bara taka uppáhalds barnið með?“
M:
„Hmmm, sko, uppáhalds barnið er ekki þægilegast að taka með í búðir“
P: *fliss*
Sandra, með stóru eyrun sín: „EIGIÐ ÞIÐ UPPÁHALDS BARN??!?“
-
Telma (7): „Ég veit hver gefur í skóinn! Þið!“ *veifar fingri í átt að foreldrum sínum eins og til að segja ligga ligga lá*
Pabbi: *reynir af veikum mætti að kæfa fliss*
Mamma: „Veistu að jólasveinarnir gefa bara þeim sem trúa á jólasveinana í skóinn!“
*löng þögn*
T: „Ég ætla alltaf að trúa á jólasveinana“
-
Reykjadalur
Sund í tilefni 10 ára brúðkaupsafmælis
Á leiðinni Útsýnið Blaut en glöð!