Tag: Ance

  • Jákvæðar niðurstöður

    Samkvæmt vísindalegri könnun eru það bara Telma og Bubbi (ósýnilegi vinurinn) sem nenna ekki í leik

  • Gamla settið dröslaðist með Húgó upp á Akrafjall í gær og gægðist heim

  • Goggunarröð

    „Húgó! Nei, Albert! Nei þú!“

    Þegar þú kemst óvart að því hvar þú ert í skammi-goggunarröðinni hjá eiginkonunni

  • Perlan

    Frá Ance:

    Jebb. Þetta voru börnin mín. Öskrandi yfir alla Öskjuhlíðina niður úr Perlunni: „MAMMAAAA, MEGUM VIÐ FÁ ÍS???” á meðan ég var að tjilla með Húgó á túninu fyrir neðan.

    Seinna spurði ég þau um þessa villimanna hegðun og benti á það að pabbi var nú með þeim. „En hann var búinn að segja nei!“

    Villimennirnir börnin okkar að öskra og biðja um ís
  • Covidle

    Staðan 8. febrúar
    Uppfært 14. febrúar

    Skýringar:

    • Svart – sóttkví/smitgát
    • Gulur – smit
    • Grænn – frjáls
  • Búrfellsgjá

  • Geldingadalur

    Við Ance röltum að eldgosinu í Geldingadal

    Ance and I hiked up to the Geldingadalur volcano

  • Málshættir

    Mamma: „Hnuss! Við getum gert betur en þetta!“

    Sjaldan krúmeitinn drepur impostorinn

    -mamma

    Betri er Bríet en Auður

    -pabbi

    Ekki er pabbabrandari góður nema móðir segi

    -mamma

    Sultur gera ristað brauð betra

    -Albert
  • Pabbabrandari?

    Pabbi: *undirbýr hádegismat úr afgöngum* „Ef við klárum fiskinn ekki núna set ég hann á pizzuna í kvöld!“

    Allt klárast

    Dóttir: „Mig langar í meiri fisk!“

    Mamma: „Þá þarftu að fara að veiða!“

    Allir: …

    Pabbi: „Vá! Mamma sagði pabbabrandara og enginn veit hvað er í gangi“

    Dóttir: „Og þú hlóst ekki, svo núna veistu hvernig okkur líður!“

  • Opnum ormum

    Ance: „…taka hana opnum ormum … nei, bíddu, það á ekki að segja þetta svona..?“

  • Hver syngur þetta aftur?

    Kem heim úr vinnunni

    Albert *syngur*: „Hevjú eva sííínarein“

    Ance: ? *við mig* „Hver syngur þetta aftur?“

    A: „Andri!“

    Andri er kennari á leikskólanum

  • Pizza

    Note to self: Næst þegar þú ætlar að geyma kanil í kryddstauk sem stendur á Pizzakrydd fyrir krakka, skaltu muna að skrifa KANILL með mjög stórum stöfum


    Ok, lítur ekki út fyrir að þetta sé milljón króna hugmynd

    Krakkarnir sökuðu mig um að reyna að drepa sig

    Konan hefur reyndar aldrei borðað svona mikið af heimalöguðu pizzunni minni


    Sosum ekki það versta sem ég hef smakkað

    Og ef út í það er farið sosum ekki það versta sem ég hef eldað heldur