Tag: Albert

  • Shangri La

    Vitiði, ég yrði hreint ekki hissa ef minnst yrði á 23. febrúar 2023 í ævisögu Alberts þegar þar að kemur: Albert í Shangri La

    Hann fékk semsagt að vera hjá mér í vinnunni í hátt í 2 tíma, sem dugði þó varla til að prófa allt: Það þurfti að smakka kalt vatn með búbblum, heitt kakó og klemmubrauð! Svo þurfti að spila fótbolta við pabba og Cyan, fúsball, pökk, rúlla um og snúa sér í risastórum stól, og hækka og lækka skrifborð, svo fátt eitt sé nefnt.

    Ekki nóg með allt þetta, heldur fann hann páskaegg sem hefur verið í felum frá því fyrir páska

  • Glæpir borga sig ekki

    Köngulóarmaðurinn hefur klófest bófa og leiðir um hverfið til að sýna unga fólkinu að glæpir borga sig ekki

  • Test

    Í gær fór Albert í heimsókn til vinar síns. Þegar ég sótti hann gekk treglega að draga hann út af því að hann var að gera „test“ til að leggja fyrir fimmtuga félaga pabba vinarins, sem sátu í stofunni og spiluðu á spil

    (tveir þeirra voru góðir, en einn kvaðst vera vondur)

  • Erfitt að sofna

    Albert gengur eitthvað hægt að sofna. Liggur lengi á hliðinni með augun lokuð en snýr sér svo á bakið og starir upp í loft.

    Pabbi: „Er eitthvað erfitt að sofna?“

    Albert: „Hvað er bókaormur?“

  • Albert Einstein

    Albert: „Veistu hvernig Albert Einstein dó?“

    Pabbi: „Nei! Hvernig?“

    A: „Í Squid Game“

  • Skref?

    Ungur drengur sem æfir fótbolta, fór á nokkrar æfingar í körfubolta og hefur horft á samtals 30 mínútur af handbolta: „Af hverju er handbolti ekki bara eins og fótbolti, nema bara með höndunum? SKREF?!? HVAÐ ER ÞAÐ?!?! ER BANNAÐ AÐ LABBA??“

  • HM

    Albert er í miklum fráhvörfum eftir HM í fótbolta og spáir mikið í hvenær næsta HM verður.

    Ég sagði honum frá EM og reyndi að útskýra muninn: „EM er bara fyrir löndin í Evrópu, en HM er fyrir öll lönd í heiminum“

    Albert: „Líka Sankti Kristófer og Nevis?“


    Fánar heimsins

    Síðan hann eignaðist þessa límmiðabók með fánum heimsins er hann orðinn sérfræðingur í hinum ýmsu fánum (og löndunum þeirra)

  • Fimmtíu milljón

    Sandra: „Ég skal borga þér fimmtíu milljón fyrir að kitla á mér bakið!“

    Albert: *hugsi* „Áttu fimmtíu milljón?“

    Albert: *kitlar*

    Albert: *hugsi* „Fimmtíu milljón hvað?“

  • Er Albert Albert?

    Sandra: „Mér líður soldið eins og Albert sé ekki Albert!“

    Albert: „Mér líka!“

  • Albert

    Úti með hund og börn í brunagaddi (-12°c)

    Hundur: *hleypur um og borðar snjó*

    Börn: *hlaupa um og borða snjó*

    Pabbi: *tennurnar glamra þó hann sé í öllum fötunum sínum*

  • Sleeping Queens

    Klukkan er 7.13:

    Albert: „Pabbi, við ætlum að spila Sleeping Queens í dag. Af því að í draumnum mínum var ég að gráta af því þú vildir ekki spila við mig“

  • Jútíper

    Á Twitter sagði Stjörnu-Sævar að á himninum mætti sjá tunglið og Júpíter svo ég kallaði á börnin og sýndi þeim út um gluggann. Skoðuðum líka himininn aðeins í stjörnu-appi

    Klukkutíma seinna vorum við Albert úti með hundinn og hann leit upp og gargaði: „Tunglið og Jútíper eru að elta mig!“