Tag: Albert
-
Erfitt að sofna
Albert gengur eitthvað hægt að sofna. Liggur lengi á hliðinni með augun lokuð en snýr sér svo á bakið og starir upp í loft. Pabbi: „Er eitthvað erfitt að sofna?“ Albert: „Hvað er bókaormur?“
-
Albert Einstein
Albert: „Veistu hvernig Albert Einstein dó?“ Pabbi: „Nei! Hvernig?“ A: „Í Squid Game“
-
Skref?
Ungur drengur sem æfir fótbolta, fór á nokkrar æfingar í körfubolta og hefur horft á samtals 30 mínútur af handbolta: „Af hverju er handbolti ekki bara eins og fótbolti, nema bara með höndunum? SKREF?!? HVAÐ ER ÞAÐ?!?! ER BANNAÐ AÐ LABBA??“
-
HM
Albert er í miklum fráhvörfum eftir HM í fótbolta og spáir mikið í hvenær næsta HM verður. Ég sagði honum frá EM og reyndi að útskýra muninn: „EM er bara fyrir löndin í Evrópu, en HM er fyrir öll lönd í heiminum“ Albert: „Líka Sankti Kristófer og Nevis?“ Síðan hann eignaðist þessa límmiðabók með fánum…
-
Fimmtíu milljón
Sandra: „Ég skal borga þér fimmtíu milljón fyrir að kitla á mér bakið!“ Albert: *hugsi* „Áttu fimmtíu milljón?“ Albert: *kitlar* Albert: *hugsi* „Fimmtíu milljón hvað?“
-
Er Albert Albert?
Sandra: „Mér líður soldið eins og Albert sé ekki Albert!“ Albert: „Mér líka!“
-
Albert
Úti með hund og börn í brunagaddi (-12°c) Hundur: *hleypur um og borðar snjó* Börn: *hlaupa um og borða snjó* Pabbi: *tennurnar glamra þó hann sé í öllum fötunum sínum*
-
Sleeping Queens
Klukkan er 7.13: Albert: „Pabbi, við ætlum að spila Sleeping Queens í dag. Af því að í draumnum mínum var ég að gráta af því þú vildir ekki spila við mig“
-
Jútíper
Á Twitter sagði Stjörnu-Sævar að á himninum mætti sjá tunglið og Júpíter svo ég kallaði á börnin og sýndi þeim út um gluggann. Skoðuðum líka himininn aðeins í stjörnu-appi Klukkutíma seinna vorum við Albert úti með hundinn og hann leit upp og gargaði: „Tunglið og Jútíper eru að elta mig!“
-
Matseðill
Fengum aðstoð frá Albert við að skrifa matseðilinn þessa vikuna
-
Hættu!
Albert og Sandra voru að tuskast á Albert fékk nóg: „Hættu“ Sandra hætti ekki. Albert: „Ég sagði hættu! Virðaðu það!“
-
Piparkökuhús
Þegar börnin þín eiga tvö af þremur flottustu piparkökuhúsunum á föndurkvöldinu í skólanum