Tag: Albert

  • Albert

    enjoying life

  • leyfi 3ja mánaða syni mínum ekki að hlaupa um á parketinu í neinu öðru en hágæða gúmmípunktasokkum

  • þegar þú færð að skipta um bingóvinningsbleyju á meðan fiskrétturinn með karrýsósunni mallar í ofninum

  • Gekk illa að svæfa Albert, 8 vikna, í gærkvöldi. Hann var ekki búinn fá alveg nóg af því að horfa á rimlagardínurnar

  • Þegar

    • #1 þarf að læra og fara í bað
    • #2 er með 38,7°c hita
    • #3 er 7 vikna

    veistu af hverju fólk varaði þig við hinu ógurlega fyrirbæri “outnumbered”

  • Kæri sonur,

    Þú hefur nú haft tvær vikur til að finna samhengi milli þess að slá snuðið úr munninum á þér og að verða pirraður.

    Ekkert?

  • Flott föt

    Af hverju fá smábörn öll flottustu fötin?

    Ég meina, kommon! af hverju má ég ekki vera svona flottur á árshátíðum?!?


    Uppfært 27. október 2016:

    Lausnin er (augljóslega) að láta börnin hanna á sig föt…

  • Snuddustjóri

    Telma er sjálfskipaður yfirsnuddustjóri Alberts. Áður en hann fékk snuðið ræddi hún lengi um hvað það væri augljóst að snuddan væri svarið við öllum hans vandamálum. Og nú, ef Albert svo mikið sem hnerrar hleypur hún um allt skríkjandi „Hvar er snuddan?!“

    Okkur grunar að barnið sé með þessu að vinna úr djúpstæðu tráma sem hún varð fyrir síðasta sumar á siglingu milli Helsinki og Tallinn, en þá féll snuðið hennar óforvarandis fyrir borð (ehem). Sem betur fer var víst lítið og krúttlegt hvalabarn sem fann snudduna. Tilhugsunin um það hefur hjálpað á erfiðum stundum

  • Jafn stór

    Ítarlegar rannsóknir leiddu í ljós að Albert er nákvæmlega jafn stór og Emily

  • Albert

    Verð 45 ára í haust. á tvær dætur á leikskóla.

    Fór samt að háskæla þegar bættist við gutti í gær