Tag: Albert

  • Sjálfsmynd

    Albert teiknaði sjálfan sig yfir Eurovision
  • Vatn

    Morgun

    Albert: *finnur vatnsglas í eldhúsinu, ber að munninum*

    Pabbi: „Nei, ekki drekka, þetta er gamalt vatn!“

    A: *hneykslaður* „Síðan hvenær er vatn gamalt?!?“

  • Oj

    Í sjónvarpinu kemur auglýsing

    Albert: „RÆKJUsmurostur? Oj!“

    Pabbi: „Nákvæmlega!“

  • Langt síðan

    Pabbi: „Var gaman í skólanum í dag útaf snjónum?“

    Albert: „Nauts! Það er sko komið sumar!“ *hneykslaður* „Það var snjór í janúar, svo kom *telur með fingrunum og muldrar* og svo kemur snjór þegar er komið sumar!“

    P: „Já það er soldið langt síðan snjóaði“

    A: „Nei! Það er EKKI langt síðan snjóaði!“ *glottir svakalega*

  • Jákvæðar niðurstöður

    Samkvæmt vísindalegri könnun eru það bara Telma og Bubbi (ósýnilegi vinurinn) sem nenna ekki í leik

  • Albert

    Teiknar sjálfan sig

    Albert
    Albert
  • Þú mátt alveg segja nei

    Albert: „Pabbi, stundum segi ég: þú mátt alveg segja nei, en viltu koma í Roblox og þú gerir svona *stynur ógurlega* og segir samt já“

    Pabbi: „Sko, stundum langar mig ekki mikið til að spila Roblox, en mig langar til að vera með þér“

  • Afleggjarar

    Þegar Albert fær að nefna afleggjarana

  • Bangsar

    Albert var að leika sér með bangsana sína.

    Miðað við hamaganginn og lætin sem bárust úr stofunni var eitthvað voðalegt stríð í gangi.

    Bangsi/ Albert: „You are seriously emotional damage!“

  • Hvernig var í skólanum?

    Pabbi reynir að spyrja um daginn, en Albert heyrir eitthvað ekki. Best að reyna eitthvað nýtt til að ná athygli…

    Pabbi: „How was school today?“

    Albert: „The teacher was … scamming me“

    P: „Why was she scamming you?“

    A: „Because I was … trufling annar bekkur“

  • Albert teiknar

    Þá sjaldan að Albert teiknar kann hann sko að velja myndefnið!

    Ghostbusters

    Grís

  • Bara draumur

    Pabbi: *er í svefnrofunum*

    Albert: „Eins gott að þetta var bara draumur!“

    Pabbi: „Haaa?“

    A: *vaknar* „Það var svona niðurfall úti, nema það kom vatn upp úr því. Rosa mikið vatn, alveg tsúnamí. En ég kallaði á krakkana: Þetta er bara draumur! Þetta er bara draumur! Og við vorum að setja allskonar dót fyrir en það kom bara meira vatn. Þá mundi ég hvernig maður stoppar draum. Maður lokar augunum og talar. Og ég lokaði augunum og sagði Eins gott að þetta var bara draumur!“