Albert, tæpra þriggja ára: „Ka klukkan?“
Pabbi: „Kortér yfir sjö“
A: „Ókei!“
Albert, tæpra þriggja ára: „Ka klukkan?“
Pabbi: „Kortér yfir sjö“
A: „Ókei!“
Fæ hugboð. Lít á Albert.
Eftir smástund lítur hann upp. Sér að ég er að fylgjast með honum: „É ekki kúka!“
Albert (þriggja í sumar) verður æ frústreraðri með hverju laginu sem byrjar að LAGIÐ kemur ekki: „Núna Hati sirra?“
Rölti með Albert (verður þriggja í sumar) til að henda plasti og pappír í grenndargám
Albert: „Rikki!“
(Rikki er í Hvolpasveitinni sko)
Albert: „Pabbi, djús!“
Pabbi: „Fyrst koma og smakka aðeins! Bara eina skeið!“
A: …
P: „Ég er ekki að eitra fyrir þér, þetta er jógúrt!“
Albert:
Albertsk-íslensk orðabók fyrir þá sem mögulega þurfa að umgangast son minn:
Uppfært, því þessu má ekki gleyma:
Klukkan er 6:23.
Glaðbeittur ungur (tveggja og hálfs) maður sem nýverið tókst að „krivva“ upp í rúm foreldra sinna gefur út yfirlýsingu: „Pabbi, é búinn lúlla!“
Sumir vilja meina að það sé komið sumar
Þegar Albert lendir í veseni í æpaddnum: „Pabbi, bílað júpúp!“
Það er kannski um ár síðan Albert lærði að setja þvottavélina í gang. Það kemur ákaflega skemmtilegt píp-píp hljóð sem vekur kátínu hjá litlum pjökkum. Stundum verða hreinlega illindi ef einhver annar gerir píp-píp.
Hann verður þriggja ára í sumar, og er nú, örlítið á undan áætlun, búinn að læra að kveikja á þvottavélinni, velja prógramm og setja hana svo í gang.
Næst á dagskrá: Ræða aðeins við hann um af hverju við setjum yfirleitt föt í vélina fyrst.
Svona fyrst hjólin hrundu ekki af og særðu einhvern til ólífis þori ég að birta myndir. (við ókum 33km til að hjóla 6km og keyra svo 33km til baka)
Albert: „Epli! Hæ Sámur!“
Pabbi: *Gefur epli og velur þátt af Hæ Sám af handahófi í Sarpinum*
A, tæpra þriggja vetra, áður en þátturinn svo mikið sem byrjar: „Nei, ekki daugur! Uppgera!“
P: „Afsakaðu ungi maður! Auðvitað langar þig frekar að horfa á þáttinn um uppskeruna en þáttinn um drauginn“