Tag: Albert

  • Klukkan

    Albert, tæpra þriggja ára: „Ka klukkan?“

    Pabbi: „Kortér yfir sjö“

    A: „Ókei!“

  • Hugboð

    Fæ hugboð. Lít á Albert.

    Eftir smástund lítur hann upp. Sér að ég er að fylgjast með honum: „É ekki kúka!“

  • Albert (þriggja í sumar) verður æ frústreraðri með hverju laginu sem byrjar að LAGIÐ kemur ekki: „Núna Hati sirra?“

  • Rikki

    Rölti með Albert (verður þriggja í sumar) til að henda plasti og pappír í grenndargám

    Albert: „Rikki!“

    (Rikki er í Hvolpasveitinni sko)

  • Ekki eitur

    Albert: „Pabbi, djús!“

    Pabbi: „Fyrst koma og smakka aðeins! Bara eina skeið!“

    A: …

    P: „Ég er ekki að eitra fyrir þér, þetta er jógúrt!“

    Albert:

  • Orðabók

    Albertsk-íslensk orðabók fyrir þá sem mögulega þurfa að umgangast son minn:

    • krakkút – traktor
    • kakk – takk. dæmi: „kakk fi mi“
    • Ambett – Albert. dæmi: „nei! é, Ambett!“
    • mlókk – mjólk. dæmi: „Ambett fá serús me mlókk“
    • amma lída! – afmæli/ afmæli í dag. alltaf sagt ef einhver er með kórónu og aðeins þá
    • klatt úti – eitthvað er kalt. ekki endilega úti
    • póst! – stopp! dæmi: „póstaðu pabbi! bíllinn koma!“
    • júpúp – youtube / ipadinn er batteríslaus. dæmi: „pabbi, bílað júpúp æpaddinn!“

    Uppfært, því þessu má ekki gleyma:

    • renniblaut – rennibraut eða rennblaut, fer eftir aðstæðum

    2. bindi

    • pening – lykill. dæmi: „má fá pening“ (má ég fá lykilinn?)
    • ítar – gítar
    • Possasei – Hvolpasveit
    • tondisor – televisor (sjónvarp á lettnesku). Dæmi: „Horra Possasei tondisor“
  • Klukkan er 6:23.

    Glaðbeittur ungur (tveggja og hálfs) maður sem nýverið tókst að „krivva“ upp í rúm foreldra sinna gefur út yfirlýsingu: „Pabbi, é búinn lúlla!“

  • Sumar

    Sumir vilja meina að það sé komið sumar ?

    Albert segir að það sé komið sumar
  • Vesen

    Þegar Albert lendir í veseni í æpaddnum: „Pabbi, bílað júpúp!“

  • Þvottavél

    Það er kannski um ár síðan Albert lærði að setja þvottavélina í gang. Það kemur ákaflega skemmtilegt píp-píp hljóð sem vekur kátínu hjá litlum pjökkum. Stundum verða hreinlega illindi ef einhver annar gerir píp-píp.

    Hann verður þriggja ára í sumar, og er nú, örlítið á undan áætlun, búinn að læra að kveikja á þvottavélinni, velja prógramm og setja hana svo í gang.

    Næst á dagskrá: Ræða aðeins við hann um af hverju við setjum yfirleitt föt í vélina fyrst.

  • Hjólatúr

    Svona fyrst hjólin hrundu ekki af og særðu einhvern til ólífis þori ég að birta myndir. (við ókum 33km til að hjóla 6km og keyra svo 33km til baka)

  • Ekki draugur, uppskera

    Albert: „Epli! Hæ Sámur!“

    Pabbi: *Gefur epli og velur þátt af Hæ Sám af handahófi í Sarpinum*

    A, tæpra þriggja vetra, áður en þátturinn svo mikið sem byrjar: „Nei, ekki daugur! Uppgera!“

    P: „Afsakaðu ungi maður! Auðvitað langar þig frekar að horfa á þáttinn um uppskeruna en þáttinn um drauginn“