Albert, þriggja ára borgarbarn er í sveitinni
Pabbi: „Ekki meiða lömbin! Bara strjúka þeim og klappa!“
Albert: *klappar saman lófunum*
Albert, þriggja ára borgarbarn er í sveitinni
Pabbi: „Ekki meiða lömbin! Bara strjúka þeim og klappa!“
Albert: *klappar saman lófunum*
Þegar barnið eipsjittar af því osturinn rifnaði en þú nærð að redda málunum með því að „púsla“
Auðvitað át hann samt ekki nema tvo bita…
Albert fær ís í sveitinni og borðar með bestu lyst.
Hleypur svo út til að láta vita: „Hundur! Ég var að borða ísinn!“
„Jájá, auðvitað má Albert leika sér í bílnum! Hvað er það versta sem gæti gerst?“
Albert í mannfagnaði, með Batman andlitsmálningu.
Hittir vinkonu úr leikskólanum, sem fagnar ógurlega: „Albert!“
Albert fagnar minna, færir sig feiminn bak við pabba og heldur um lærið.
Vinkona fer.
Albert stígur fram og hvæsir á eftir henni: „ÉG ER BATMANN!“
Albert: „Pabbi, kvarímatinn?“
Pabbi: „Kjúklingur“
A: 🙁
A: „Pabbi, segðu skross“
P: „Ok!“
A: „Pabbi, kvarímatinn?“
P: „Skross!“
A: 😀
Albert: „Pabbi segja ka klukkan!“
Pabbi: „Hvað er klukkan?“
A: „Klukkan er kú!“
P: *lítur upp*
Albert fær djús í glas.
Albert drekkur djús.
Albert ætlar upp í sófa.
Pabbi: „Nei, ekki upp í sófa með djús, settu djúsinn á borðið“
Albert setur í brýrnar, en kemur þó: „Þetta er ekki djús!“ *skellir tómu glasi með látum á borðið* „Þetta er glas!!“
Það er fátt eins gefandi og að fara með lítinn bílóðan pjakk í gegnum sjálfvirka bílaþvottastöð
Albert: „Mamma, langar epli!“
Mamma er vant við látin, svo pabbi spyr: „Viltu epli?“
Albert, sem verður þriggja í sumar, lítur snöggt á föður sinn: „Heitir þú mamma?“
P: „Ööö…“
A: *bendir* „Þú heitir pabbi!“ *bendir* „Hún heitir mamma!“ *bendir* „Hún heitir Sandra!“ *bendir* „Hún heitir Telma!“ *bendir* „É heiti Ambett! Þá allir búnir!“
Þetta barn er ekki hægt sko!
Albert segir lemúraði!
LEMÚRaði krakkar!
Pabbi: *á snyrtingunni*
Albert, í gegnum læstar dyr: „Pabbi segja klukk!“
P: „Öööö … klukk?“
A: „Nei! Segja klukk klukk!!“
P: „Klukk klukk!!?“
A: „Meira klukk klukk, é get ekki opna!“
P: *aflæsir*
Lás: „Klukk!“