Tag: Albert
-
Ljósárfoss
Héldum upp á daginn með því að rölta upp að Ljósárfossi í Hallormsstaðaskógi
-
Ég mun aldrei nokkurn tímann geta sagt lifandi sálu frá því, en þriggja ára sonur minn var að biðja um frosið samlokubrauð með smjöri og osti. Og ég… ég bara… ég hérna… Nema hvað, hann er í þessum skrifuðu orðum að sporðrenna síðasta bitanum
-
Vera
6:54: *þrusk* Rumska. Opna augun. Það tekur smástund að aðlagast myrkrinu, en það mótar fyrir hreyfingarlausri veru úti á miðju gólfi Vera *hvíslar ofurlágt*: „Ég langar leika með bílinn“ Veran breytist hægt í Albert sem heldur á löggubíl 6:55: Vekjaraklukka: „Píp“
-
Pabbi: „Jæja, viltu vera lögga *sýnir*, hundur *sýnir* eða mús *sýnir*?“ Albert: „Nei! Ég Albert!“ Þannig atvikaðist það að Albert fór sem Albert á búningadag í leikskólanum
-
Mamma: „Segðu bless við pabba, hann er að fara í nokkra daga“ Albert: „Ert þú fara þuvél?“ Pabbi: „Já“ A: *Setur upp skeifu, hvíslar að mömmu*: „Pabbi segir já“ A: *horfir mjög ákveðinn á pabba*: „Ég segi nei!“
-
Kenndu Albert að teikna
Mamma: „Kenndu Albert að teikna!“ Pabbi: „Ok! Og svo kenni ég honum kínversku!“ Ég semsagt náði hingað áður en pjakkurinn eipsjittaði yfir því að þetta væri sko ekki eins og tærnar hans
-
Albert: *segir eitthvað* Pabbi, utan við sig, var ekki að hlusta: „Mhm“ A: „Pabbi, ekki segja mhm, segja já!“
-
Klukkan er bara fimm
Pabbi er í eldhúsinu, eitthvað að fást við mat. Talar við sjálfan sig, eða muldrar: „Já þetta er nú tilbúið soldið snemma, við þurfum ekki að borða alveg strax, klukkan er bara fimm“ Albert, sem var frammi í stofu að leika sér í eigin heimi, gargar „Má ég sjá!“ kemur á harða hlaupum inn í…
-
Ekki núsína
Albert gerir tilraun til að ganga fram af föður sínum með almennum æðisleg- og krúttheitum Pabbi fær fiðring í magann, lyftir pjakknum upp, borar nebbaling í hálsakot og puðrar svo smá: „Ertu algjör rúsínubolla?!“ Rúsínubolla: „Nei, é ekki núsína, é bara bolla!“
-
Albert hoppar eins og brjálæðingur í sófanum. Pabbi: „Hættu þessu!“ Albert hættir þessu ekki Pabbi færir sig fyrir hopparann og segir mjög ákveðið „Nei!“ Albert, þriggja ára, tekur um andlit föður síns og horfir djúpt í augu hans: „Beibí idda má idda má idda má!“
-
Feðgar sækja vatn
-
Bíltúr með opis (afa). Albert og pabbi sitja afturí Albert leikur sér með bíl, pabbi skoðar Facebook í símanum Albert: *réttir pabba bílinn* „Nú pabbi leika bíl og ég skoða Júpút“