Tag: Albert

  • Albert bendir: „Ljós virkar! Tvö ljós!“

    Pabbi: „Já, pabbi lagaði. Stundum lagar pabbi eitthvað … og allir verða voða hissa“

    A,: „Nei! Pabbi ekki laga! Slökkviðimaður lagaði“

  • Albert: „Pabbi, é vil padda piss í æpadinn!“

    Sjálfsagt, sonur sæll, auðvitað langar þig að hlýða á All about that Bass í spjaldtölvunni

  • Fátt verra en þegar lítil börn byrja að gubba einmitt þegar maður er að bursta tennurnar. Svo liggur maður hálfsofandi alla nóttina með annað augað opið og 170 í púls og hrekkur upp með andfælum á sjö mínútna fresti ef einhver hóstar í 200 metra radíus


    Uppfært, 18. nóvember:
    …og nú taka við nokkrir sólarhringar á milli vonar og ótta um hvort þessi fjandi sé í alvörunni frá eða andstæðingurinn eigi enn tromp upp í erminni, bansettur

    Uppfært, 19. nóvember:
    Gubbupest 2: the reckoning
    0.30 Telma: ?
    0.35 Mamma: ?
    2.30 Sandra: ?
    ??????????
    4.30 Albert: „Hvað gerðist?“
    4.31 Pabbi: ??Bangsi lúrir ??
    4.52 A: „Endalaust kósí!“
    4.53 P: ??Bangsi lúrir ??
    8.10 P: ?
    (Albert er þriggja ára)

  • Ljósárfoss

    Héldum upp á daginn með því að rölta upp að Ljósárfossi í Hallormsstaðaskógi

  • Ég mun aldrei nokkurn tímann geta sagt lifandi sálu frá því, en þriggja ára sonur minn var að biðja um frosið samlokubrauð með smjöri og osti. Og ég… ég bara… ég hérna… ?

    Nema hvað, hann er í þessum skrifuðu orðum að sporðrenna síðasta bitanum

  • Vera

    6:54: *þrusk*

    Rumska. Opna augun. Það tekur smástund að aðlagast myrkrinu, en það mótar fyrir hreyfingarlausri veru úti á miðju gólfi

    Vera *hvíslar ofurlágt*: „Ég langar leika með bílinn“

    Veran breytist hægt í Albert sem heldur á löggubíl

    6:55: Vekjaraklukka: „Píp“

  • Pabbi: „Jæja, viltu vera lögga *sýnir*, hundur *sýnir* eða mús *sýnir*?“

    Albert: ? ? „Nei! Ég Albert!“

    Þannig atvikaðist það að Albert fór sem Albert á búningadag í leikskólanum

  • Mamma: „Segðu bless við pabba, hann er að fara í nokkra daga“

    Albert: „Ert þú fara þuvél?“

    Pabbi: „Já“

    A: *Setur upp skeifu, hvíslar að mömmu*: „Pabbi segir já“

    A: *horfir mjög ákveðinn á pabba*: „Ég segi nei!“

  • Kenndu Albert að teikna

    Mamma: „Kenndu Albert að teikna!“

    Pabbi: „Ok! Og svo kenni ég honum kínversku!“

    Ég semsagt náði hingað áður en pjakkurinn eipsjittaði yfir því að þetta væri sko ekki eins og tærnar hans

  • Albert: *segir eitthvað*

    Pabbi, utan við sig, var ekki að hlusta: „Mhm“

    A: „Pabbi, ekki segja mhm, segja já!“

  • Klukkan er bara fimm

    Pabbi er í eldhúsinu, eitthvað að fást við mat.

    Talar við sjálfan sig, eða muldrar: „Já þetta er nú tilbúið soldið snemma, við þurfum ekki að borða alveg strax, klukkan er bara fimm“

    Albert, sem var frammi í stofu að leika sér í eigin heimi, gargar „Má ég sjá!“ kemur á harða hlaupum inn í eldhús, bendir á veggklukkuna og segir „Já! Klukkan er mínútur sex!“

  • Ekki núsína

    Albert gerir tilraun til að ganga fram af föður sínum með almennum æðisleg- og krúttheitum

    Pabbi fær fiðring í magann, lyftir pjakknum upp, borar nebbaling í hálsakot og puðrar svo smá: „Ertu algjör rúsínubolla?!“

    Rúsínubolla: „Nei, é ekki núsína, é bara bolla!“