Tag: Albert

  • Háskóli

    Á þessum 9,5 dögum sem Albert (þriggja og hálfs árs) hefur verið heima vegna verkfallsins hefur hann lært að slá nafnið sitt inn á tölvu, og er farinn að tala töluverða ensku (jútjúb-hvolpasveitar-ensku , en samt) Eftir tvo mánuði skrái ég hann í háskólann

  • Hjálpa

    Albert: *veltir kassa, dót dreifist um allt gólf* A: *leikur áfram, stígur af og til á dót* A: *stoppar, lítur á mig eins og ég sé að bregðast honum* Pabbi: *sest og byrjar að ganga frá*: „Viltu hjálpa? Þá erum við fljótari“ A: „Neinei“

  • Stekkjastaur

    Telma: „Pabbi, er afi Stekkjastaur?“ Pabbi: „Af hverju heldurðu það?“ T: „Hann er með tréfót!“ Sandra: „Auðvitað! Þess vegna býr hann einn!!?“ Albert: „Afi er ekki jólasteinn!“

  • Staðan

    Albert: Fer ekki aftur á leikskólann fyrr en á mánudag Telma: Gleymdi leikfimifötunum heima Sandra: Gleymdi skólatöskunni heima og braut gleraugun Annars erum við bara ágæt sko

  • Bíó

    Þegar þú spyrð börnin hvort eigi að fara í bíó áður en þú tékkar hvað er í boði … … ekki einu sinni Bersi kunni að meta þetta helvíti

  • Spakkedí og hatt

    Pabbi eldar hakk og spaghettí og ber á borð. Albert: *byrjar að borða* Pabbi: „Stelpur! Komið að borða!“ A: „Stelpur! Koma borða! Við borða spakkedí og hatt!“

  • Þriggja og hálfs árs drengur, mögulega skyldur mér: „É var segja brandara leikskólann!“ Ég: „Núúú? Varstu að segja brandara! Hvaða brandara?“ Þohádmsm: „Kúkinn var að kúka hausinn“ *bendir á hausinn á sér*

  • Það besta sem gerðist á árinu var að ég fékk gamalmennagleraugu, og nú sé ég Albert í bestu fáanlegu upplausn!

  • Nokkrar reglur sem Albert, þriggja og hálfs, hefur lært af Laginu um það sem er bannað: „Þa má ekki pissa!“ „Þa má ekki fá tyggjó“ „Má ekki skoða kall!“ „Má ekki henda orm í mömmu!“ „Má ekki hlæja!“

  • Nokkrar reglur sem Albert, þriggja og hálfs, hefur lært af Laginu um það sem er bannað:

  • sykur

    *Albert aðeins of æstur* Pabbi: „Kannski er einhver búinn að fá aðeins of mikið af nammi og sætindum?“ Sandra: „Er hann með sykursýki?“ P: „Það er kallað sykursjokk“ Telma: „Er hann með sykursokk?!“

  • „Hann e me sleikjó!“