Telma: „Það eina sem Albert horfir á er Hvolpasveit!“
Albert: „Nei! Ég horfi líka Po patról! Og Mætí pöps!“
(Mætí pöps eru semsagt þættir / bíómynd þar sem Hvolpasveitin er með ofurkrafta: Mighty Pups)
Telma: „Það eina sem Albert horfir á er Hvolpasveit!“
Albert: „Nei! Ég horfi líka Po patról! Og Mætí pöps!“
(Mætí pöps eru semsagt þættir / bíómynd þar sem Hvolpasveitin er með ofurkrafta: Mighty Pups)
Gaman að sjá hvað börnin voru fljót að læra á Netflix.
Ekki að ég sé neinn sérfræðingur, en mér skilst að það eigi að leita að einhverju í klukkutíma og horfa svo á Mamma Mia í tólfta skipti
Pabbi: *kemur „heim“ úr vinnunni×*
Peppa pig: *er í sjónvarpinu*
Mamma: „What happened to George?“
Pjakkur (EKKI ORÐINN EFFING FJÖGURRA ÁRA!!): „Hí iss sikk“
P:
×niður tröppurnar
Pjakkur: „Helló momí!“
Mamma: „Hello daddy!“
Pj (EKKI ORÐINN EFFING FJÖGURRA ÁRA!!): „Nóóó! Æm nott dedí! Æm beibí!“
Pjakkur: „Pabbi hvað þýðir bödí?“
Pabbi: „Böddí?“
Pj: „Nei, bö-dei“
P: „Ahhhh, börþdei! Það þýðir afmæli“
Pj: „Kinkar kolli. Hún sagði líka jú tú!“
Pabbi: „Are you dog?“
Pjakkur: „Nó!“
Pa: „Are you pig?“
Pj: „Nó!“
Pa: „Are you car?“
Pj: „Nó!“
Pa: „Are you baby?“
Pj: „Nó!!! Ég er Albert!! Ég er hættur þessum leik!“
Pabbi: *heyrir háværa tónlist niðri*
P: *kíkir niður*
Albert: *bendir á sjónvarpið* „Pabbi þetta er spottafæ“
Ég veit ekki hvernig, en drengnum (ekki orðinn fjögurra ára) tókst að finna Spotify appið í sjónvarpinu og er byrjaður að hlusta á uppáhalds lögin sín
Albert er núna með böggum hildar (les: öskurgrenjar) af því að derhúfa (sem hann sá í fyrsta sinn á ævinni á leiðinni út um dyrnar í morgun) varð eftir í leikskólanum
Albert hefur uppgötvað rím og orðagrín – rímorðagrín eða grínorðarím:
Pabbi: *fiktar í fjarstýringu fyrir sjónvarp* „Sjáðu, nú er líka hægt að horfa á þetta. Viltu horfa á Strumpa?“
Albert: „Hahaha! Strumpa – prumpa!!“ *deyr úr hlátri*
Pabbi: *strögglar við að koma syninum í sokka* „Sjáðu! Það eru hauskúpur á sokkunum!“
Albert: *skoðar* „Hauskúpur — hauskúkur!“
Ef eitthvað er að marka hvað Albert tekur þjálfun vel eftir að hann breyttist skyndilega og óvænt í hund eru systur hans sannkallaðir hundahvíslarar
Mamma: *kemur heim*
Pabbi: „Öööööööööö, ég er með góðar fréttir og slæmar fréttir…“
M: „?“
P: „Góðu fréttirnar eru að leikskólinn verður ekki lengur vandamál… slæmu fréttirnar eru að nú eigum við tvær dætur og… mjög vel upp alinn hund“
Telma & vinkona: *leika sér í stofunni*
Albert: *inni í eldhúsi að leika sér*
T & v: *eitthvað dettur í gólfið með látum, mikið garg!*
A: *hleypur inn í stofu* „Kappi, kominn í málið!“
Pabbi: „Ég var búinn að segja þér að mamma þín elskar ekki bara tómatana sína, hún elskar ykkur smá líka“
Tíðindi af vesturvígstöðvunum: Dagur 297.214 í verkfalli.
Hér að neðan má finna kannski 17% af því sem við ungi maðurinn höfum rætt í dag:
Pabbi: *vinnur heima*
Albert: „Pabbi, það er enginn að horfa á Hvolpasveit“
P: „Hmm??!“
P: *fattar að drengurinn er búinn að vera að leika sér með bíla í 20 mínútur*
P: „Ó! Má slökkva á Hvolpasveit?“
A: „Já!“
Albert: „Pabbi, ég hata eld!“
Pabbi: „Já, er það?“
A: „Pabbi, hatar þú líka eld?“
P: „Já“
Albert: „Pabbi, kvarta gera?!“
Pabbi: „Vinna“
A: „Pabbi, af hverju ert þú að skrifa a?“
P: „Mér finnst rosa gaman að skrifa a“
A: „Pabbi, mig langar líka að skrifa a!“
Albert: „Pabbi, mig langar að ég fara út og þú fara líka út“
Pabbi: „Og hvert ætlum við að fara?“
A: „Við ætlum fara bílinn. Og við ætlum að fara í búðina“
P: „Já? Og hvað ætlum við að kaupa?“
A: „Við ætlum kaupa epladjús. Og ekkert meira“
Albert: „Pabbi, af hverju finnst þér hárið gott?“
Pabbi: „Hárið?“
A: *bendir*
Í bíl:
Albert: „Pabbi! Kerrtu hratt!!“
A: „PABBI!!! EKKI KEYRA Á BÍLINN!!“
Pabbi: *heldur áfram að keyra á sama hraða allan tímann*
Á bílastæði.
Pabbi: *bakkar út úr stæði*
Albert: *bendir á bílana beggja vegna við okkur* „Af hverju eru þessir tveir bíll ekki fara?“
Pabbi: „Sérðu hvað pabbi er duglegur? Viltu líka vera duglegur?“
Albert: „Já!“
P: „Frábært, viltu hjálpa pabba að taka til og ganga frá lestinni?“
A: „Pabbi, ég nenni ekki að granga frá lestin því … því ég *dæs* er svo upptekinn!“
Albert: „Pabbi, þegar ég er búinn æpadd, ætla ég að skoða klukkan þína, hvort er tuttugu mínútur sex!“
Á leiðinni í háttinn:
Albert: „Pabbi, elskar þú Hvolpasveit?“
Pabbi: „Öööööööööö… *svitnar* …hérna… ekki eins mikið og þú!“
Ég: „Helvítis fokking fokk! Þetta verkfall á aldrei eftir að leysast!“
Líka ég: „Svona svona, horfa á björtu hliðarnar, annars verðurðu þunglyndur!“
*fimm mínútur*
Líka líka ég: „tjah … það eru bara tvö ár þar til hann byrjar í skóla..?!“
Albert: „Pabbi!“
Pabbi: *rumskar*
A: „Pabbi!“ *þrammar upp tröppurnar með látum*
A: „Pabbi!“ *kemur inn í svefnherbergi, að rúminu og potar varfærnislega í öxlina á pabba til að færa áríðandi tíðindi*
P: *umlar*
A: „Pabbi, Nellý og Nóra er sjónvarpið!!“
Baksaga: Aðspurður velur Albert alltaf Hvolpasveit. Í viðleitni minni til þess að auka fjölbreytnina í því sem pjakkurinn horfir á (og minnka líkur á að ég missi vitið), laumast ég af og til til að kveikja á barnaefni sem er aksjúallí skemmtilegt – mjög oft Hæ Sámur eða Nellý og Nóra – án þess að spyrja hvað hann vill.
Þess vegna ályktar hann (réttilega), að þetta séu uppáhalds þættirnir mínir