Tag: Albert
-
Tíðindi af vesturvígstöðvunum
Tíðindi af vesturvígstöðvunum: Dagur 297.214 í verkfalli. Hér að neðan má finna kannski 17% af því sem við ungi maðurinn höfum rætt í dag: Pabbi: *vinnur heima* Albert: „Pabbi, það er enginn að horfa á Hvolpasveit“ P: „Hmm??!“ P: *fattar að drengurinn er búinn að vera að leika sér með bíla í 20 mínútur* P: „Ó! Má…
-
Ég: „Helvítis fokking fokk! Þetta verkfall á aldrei eftir að leysast!“ Líka ég: „Svona svona, horfa á björtu hliðarnar, annars verðurðu þunglyndur!“ *fimm mínútur* Líka líka ég: „tjah … það eru bara tvö ár þar til hann byrjar í skóla..?!“
-
Áríðandi tíðindi
Albert: „Pabbi!“ Pabbi: *rumskar* A: „Pabbi!“ *þrammar upp tröppurnar með látum* A: „Pabbi!“ *kemur inn í svefnherbergi, að rúminu og potar varfærnislega í öxlina á pabba til að færa áríðandi tíðindi* P: *umlar* A: „Pabbi, Nellý og Nóra er sjónvarpið!!“ Baksaga: Aðspurður velur Albert alltaf Hvolpasveit. Í viðleitni minni til þess að auka fjölbreytnina í…
-
Bugun
Klukkan er 7.33. Úti geisar snjóbylur. Vetrarfrí í skólanum. Leikskólaverkfall. Ég svaf í 4 tíma. Börnin mín þrjú — sem verða heima með mér í allan dag — eru að reyna að ræða við mig um holur í plottinu í Hvolpasveit Klukkan er 11.41. Börnin eru langt komin með að klára nammið sem þau betluðu…
-
Bugun
Tíðindi af vesturvígstöðvunum: Dagur 27.214 í verkfalli Bugun, nafn þitt er siggimus. Samt á ég yndislegan son, óendanlega fallegan og skemmtilegan. Hugur minn er hjá öllum þeim sem eiga ljót og leiðinleg börn
-
Flinkur að teikna
Fréttir úr verkfalli: Nú er Albert orðinn flinkari en ég að teikna Ég þráspurði hver þetta væri, og hann sagði bara „klurri“ (krulli)
-
Háskóli
Á þessum 9,5 dögum sem Albert (þriggja og hálfs árs) hefur verið heima vegna verkfallsins hefur hann lært að slá nafnið sitt inn á tölvu, og er farinn að tala töluverða ensku (jútjúb-hvolpasveitar-ensku , en samt) Eftir tvo mánuði skrái ég hann í háskólann
-
Hjálpa
Albert: *veltir kassa, dót dreifist um allt gólf* A: *leikur áfram, stígur af og til á dót* A: *stoppar, lítur á mig eins og ég sé að bregðast honum* Pabbi: *sest og byrjar að ganga frá*: „Viltu hjálpa? Þá erum við fljótari“ A: „Neinei“
-
Stekkjastaur
Telma: „Pabbi, er afi Stekkjastaur?“ Pabbi: „Af hverju heldurðu það?“ T: „Hann er með tréfót!“ Sandra: „Auðvitað! Þess vegna býr hann einn!!?“ Albert: „Afi er ekki jólasteinn!“
-
Staðan
Albert: Fer ekki aftur á leikskólann fyrr en á mánudag Telma: Gleymdi leikfimifötunum heima Sandra: Gleymdi skólatöskunni heima og braut gleraugun Annars erum við bara ágæt sko
-
Bíó
Þegar þú spyrð börnin hvort eigi að fara í bíó áður en þú tékkar hvað er í boði … … ekki einu sinni Bersi kunni að meta þetta helvíti
-
Spakkedí og hatt
Pabbi eldar hakk og spaghettí og ber á borð. Albert: *byrjar að borða* Pabbi: „Stelpur! Komið að borða!“ A: „Stelpur! Koma borða! Við borða spakkedí og hatt!“