Tag: Albert
-
Uppáhalds lögin
Pabbi: *heyrir háværa tónlist niðri* P: *kíkir niður* Albert: *bendir á sjónvarpið* „Pabbi þetta er spottafæ“ Ég veit ekki hvernig, en drengnum (ekki orðinn fjögurra ára) tókst að finna Spotify appið í sjónvarpinu og er byrjaður að hlusta á uppáhalds lögin sín
-
Derhúfa
Albert er núna með böggum hildar (les: öskurgrenjar) af því að derhúfa (sem hann sá í fyrsta sinn á ævinni á leiðinni út um dyrnar í morgun) varð eftir í leikskólanum
-
Rímorðagrín
Albert hefur uppgötvað rím og orðagrín – rímorðagrín eða grínorðarím: Pabbi: *fiktar í fjarstýringu fyrir sjónvarp* „Sjáðu, nú er líka hægt að horfa á þetta. Viltu horfa á Strumpa?“ Albert: „Hahaha! Strumpa – prumpa!!“ *deyr úr hlátri* Pabbi: *strögglar við að koma syninum í sokka* „Sjáðu! Það eru hauskúpur á sokkunum!“ Albert: *skoðar* „Hauskúpur —…
-
Hundahvíslarar
Ef eitthvað er að marka hvað Albert tekur þjálfun vel eftir að hann breyttist skyndilega og óvænt í hund eru systur hans sannkallaðir hundahvíslarar Mamma: *kemur heim* Pabbi: „Öööööööööö, ég er með góðar fréttir og slæmar fréttir…“ M: „?“ P: „Góðu fréttirnar eru að leikskólinn verður ekki lengur vandamál… slæmu fréttirnar eru að nú eigum…
-
Kappi
Telma & vinkona: *leika sér í stofunni* Albert: *inni í eldhúsi að leika sér* T & v: *eitthvað dettur í gólfið með látum, mikið garg!* A: *hleypur inn í stofu* „Kappi, kominn í málið!“
-
Pabbi, en akkuru…
Pabbi: „Ég var búinn að segja þér að mamma þín elskar ekki bara tómatana sína, hún elskar ykkur smá líka“
-
Tíðindi af vesturvígstöðvunum
Tíðindi af vesturvígstöðvunum: Dagur 297.214 í verkfalli. Hér að neðan má finna kannski 17% af því sem við ungi maðurinn höfum rætt í dag: Pabbi: *vinnur heima* Albert: „Pabbi, það er enginn að horfa á Hvolpasveit“ P: „Hmm??!“ P: *fattar að drengurinn er búinn að vera að leika sér með bíla í 20 mínútur* P: „Ó! Má…
-
Ég: „Helvítis fokking fokk! Þetta verkfall á aldrei eftir að leysast!“ Líka ég: „Svona svona, horfa á björtu hliðarnar, annars verðurðu þunglyndur!“ *fimm mínútur* Líka líka ég: „tjah … það eru bara tvö ár þar til hann byrjar í skóla..?!“
-
Áríðandi tíðindi
Albert: „Pabbi!“ Pabbi: *rumskar* A: „Pabbi!“ *þrammar upp tröppurnar með látum* A: „Pabbi!“ *kemur inn í svefnherbergi, að rúminu og potar varfærnislega í öxlina á pabba til að færa áríðandi tíðindi* P: *umlar* A: „Pabbi, Nellý og Nóra er sjónvarpið!!“ Baksaga: Aðspurður velur Albert alltaf Hvolpasveit. Í viðleitni minni til þess að auka fjölbreytnina í…
-
Bugun
Klukkan er 7.33. Úti geisar snjóbylur. Vetrarfrí í skólanum. Leikskólaverkfall. Ég svaf í 4 tíma. Börnin mín þrjú — sem verða heima með mér í allan dag — eru að reyna að ræða við mig um holur í plottinu í Hvolpasveit Klukkan er 11.41. Börnin eru langt komin með að klára nammið sem þau betluðu…
-
Bugun
Tíðindi af vesturvígstöðvunum: Dagur 27.214 í verkfalli Bugun, nafn þitt er siggimus. Samt á ég yndislegan son, óendanlega fallegan og skemmtilegan. Hugur minn er hjá öllum þeim sem eiga ljót og leiðinleg börn
-
Flinkur að teikna
Fréttir úr verkfalli: Nú er Albert orðinn flinkari en ég að teikna Ég þráspurði hver þetta væri, og hann sagði bara „klurri“ (krulli)