Tag: Albert
-
Hæ Sámur
Þegar þú þarft að útskýra fyrir eiginkonunni að þú sért að fylgja Hæ Sámi á fb 🙂
-
Læti
*læti á heimilinu* Albert: *setur í brýrnar, biður um blað, teiknar á það og hleypur svo um og sýnir öllum* „Hérna stendur Bannað að tala!!“
-
Úps
„Úps pabbi!“
-
Hvolpasveit
Telma: „Það eina sem Albert horfir á er Hvolpasveit!“ Albert: „Nei! Ég horfi líka Po patról! Og Mætí pöps!“ (Mætí pöps eru semsagt þættir / bíómynd þar sem Hvolpasveitin er með ofurkrafta: Mighty Pups)
-
Netflix
Gaman að sjá hvað börnin voru fljót að læra á Netflix. Ekki að ég sé neinn sérfræðingur, en mér skilst að það eigi að leita að einhverju í klukkutíma og horfa svo á Mamma Mia í tólfta skipti
-
Æm nott dedí!
Pabbi: *kemur „heim“ úr vinnunni×* Peppa pig: *er í sjónvarpinu* Mamma: „What happened to George?“ Pjakkur (EKKI ORÐINN EFFING FJÖGURRA ÁRA!!): „Hí iss sikk“ P: ×niður tröppurnar Pjakkur: „Helló momí!“ Mamma: „Hello daddy!“ Pj (EKKI ORÐINN EFFING FJÖGURRA ÁRA!!): „Nóóó! Æm nott dedí! Æm beibí!“ Pjakkur: „Pabbi hvað þýðir bödí?“ Pabbi: „Böddí?“ Pj: „Nei, bö-dei“…
-
Uppáhalds lögin
Pabbi: *heyrir háværa tónlist niðri* P: *kíkir niður* Albert: *bendir á sjónvarpið* „Pabbi þetta er spottafæ“ Ég veit ekki hvernig, en drengnum (ekki orðinn fjögurra ára) tókst að finna Spotify appið í sjónvarpinu og er byrjaður að hlusta á uppáhalds lögin sín
-
Derhúfa
Albert er núna með böggum hildar (les: öskurgrenjar) af því að derhúfa (sem hann sá í fyrsta sinn á ævinni á leiðinni út um dyrnar í morgun) varð eftir í leikskólanum
-
Rímorðagrín
Albert hefur uppgötvað rím og orðagrín – rímorðagrín eða grínorðarím: Pabbi: *fiktar í fjarstýringu fyrir sjónvarp* „Sjáðu, nú er líka hægt að horfa á þetta. Viltu horfa á Strumpa?“ Albert: „Hahaha! Strumpa – prumpa!!“ *deyr úr hlátri* Pabbi: *strögglar við að koma syninum í sokka* „Sjáðu! Það eru hauskúpur á sokkunum!“ Albert: *skoðar* „Hauskúpur —…
-
Hundahvíslarar
Ef eitthvað er að marka hvað Albert tekur þjálfun vel eftir að hann breyttist skyndilega og óvænt í hund eru systur hans sannkallaðir hundahvíslarar Mamma: *kemur heim* Pabbi: „Öööööööööö, ég er með góðar fréttir og slæmar fréttir…“ M: „?“ P: „Góðu fréttirnar eru að leikskólinn verður ekki lengur vandamál… slæmu fréttirnar eru að nú eigum…
-
Kappi
Telma & vinkona: *leika sér í stofunni* Albert: *inni í eldhúsi að leika sér* T & v: *eitthvað dettur í gólfið með látum, mikið garg!* A: *hleypur inn í stofu* „Kappi, kominn í málið!“
-
Pabbi, en akkuru…
Pabbi: „Ég var búinn að segja þér að mamma þín elskar ekki bara tómatana sína, hún elskar ykkur smá líka“