Tag: Albert

  • Pabbi

    Albert *á efri hæð*: „Pabbi!“

    A: „Pabbiii!“

    Pabbi: „Já?“

    A: „Pabbiii!!!“

    P: „Já?!?“

    A: „Pabbiii!“

    P: „JÁÁÁÁÁ!?!??“

    A: „Pabbi, ég er ekki að tala við þig!“

    P:

    A: „Pabbiii!“

  • Skv. Albert kom Trúðubíllinn á leikskólann í vikunni

  • Æ lækid

    Æ lækid müvik müvik

    Æ lækid müvik müvik

    Æ lækid müvik müvik

    MÜVIK!

    Albert syngur

  • Skæri, blað…

    Albert: „Eigum við að koma að leika?“

    Sandra: „Jájá, hvað eigum við að leika?“

    A: *setur krepptan hnefa í opinn lófa* „Skæri, blað, einn!“

  • Albert á vegg

    Pabbi: *bendir á mynd* „Hver er þetta?“

    Albert: „Albert!“

    P: „Má teikna á vegginn?“

    A: *hristir höfuðið*

    P: „Veistu hver teiknaði þetta?“

    A: *hristir höfuðið … horfir niður … lyftir fingri hægt og bendir á sjálfan sig*

  • Egg

    Þegar fjögurra ára drengur er búinn að fara nokkrum sinnum í ísskápinn að ná sér í egg

  • Má ekki kitla

    Albert: „Pabbi, hér stendur að þú mátt ekki kitla tærnar mínar“

  • Sturta niður

    Albert finnst gaman að sturta niður. Mjög gaman.

    Hann sturtaði niður, starði heillengi niður í skálina, djúpt hugsi

    Leit á mig: „Pabbi, hvert fer kúkinn?“


    Degi síðar

    *Sturtar niður, horfir ofan í skálina*

    *Hugsar*

    *Kíkir undir (upphengt) klósettið*

    *Hugsar*

    *Sér að klósettið er fast við vegginn*

    *Reynir að kíkja á milli klósetts og veggs*

    *Fer fram á gang*

    *skilur ekkert – bendir á vegginn frammi*: „Er pissið og kúkinn hér?“

  • Upptekinn

    Pabbi: „Jæja, það er kominn háttatími, eigum við að koma upp að bursta?“

    Albert: „Ég er uþtekinn“

    P: „Nú já?“

    S: „Ef maður er uþtekinn þarf ekki að sofa“

  • Fjölskyldumyndir

    Myndirnar sem Albert teiknar af fjölskyldunni í leikskólanum hafa tekið stórstígum framförum á stuttum tíma

    /the pictures Albert draws of his family at kindergarten have improved significantly in the past few weeks

  • Ekki dót

    Pabbi: „Klæða í útiföt, svo förum við í leikskólann!“

    Albert: *tekur litla risaeðlu sem hann fékk í verðlaun hjá tannlækni í gær*

    P: „Það má ekki taka með dót! Það er ekki dótadagur í dag“

    A: „Þetta er ekki dót! Þetta er risaeðla!“


    Uppfært í lok dags, á heimleið úr leikskólanum:

    Albert: „Pabbi! ekki keyra!“

    Pabbi: „Nú?“

    A: „Það þarf að spenna belti fyrir risaeðlur!“

  • P

    „Af hverju er pje á skónum þínum?“

    Þegar sonurinn, tæpra fjögurra vetra, ákveður að það þurfi að merkja skóna hans pabba líka

    /when your son (not quite four) decides that you also need to label daddy’s shoes (p for pabbi = daddy)


    Hef í alvöru ekki hugmynd um hvenær hann gerði þetta, en þetta uppgötvaðist grínlaust í kirkjugarði, við leiði mömmu á afmælisdegi hennar

    Telma: „Af hverju er pje á skónum þínum?“

    Pabbi: „Pje???“

    Eftir skamma yfirheyrslu játaði pjakkurinn þetta á sig, með risaglott á vör, augljóslega mjög stoltur