Nývaknaður Albert á erfiðan dag: „Augað mitt er að gráta!“
Tag: Albert
-
-
Sveit
Albert, tveimur dögum eftir að koma heim úr sveitinni: „Af hverju er Hvolpasveit líka sveit?“
„Af hverju eru tvær sveit?“
-
Lag
Albert: „Pabbi viltu heyra mitt lag?“
Pabbi: „Já takk!“
A: *dillar bossa* „Púnga púnga!“
-
Er þetta vont?
Albert: *lemur pabba*
Pabbi: …
A: *lemur* „Er þetta vont?“
P: „Nei“
A: *lemur* „Er þetta gott?“
P: „Nei“
A: *lemur* „Er þetta mátulegt?“
-
Tjald
Hvað er til ráða ef þú óttast að skilja tjaldið eftir aleitt úti þegar allir fara inn?
Nú, búa til skilti sem bannar skrýmslum að taka tjaldið!
/What to do when you’re afraid to leave the tent outside when everyone’s going inside?
Well, you make a sign forbidding the monsters to take it
Tjald. Í felum eru skrýmsli sem taka það við fyrsta tækifæri Skilti: Skrýmsli mega ekki taka tjaldið, ásamt höfundi Skiltið komið á póstkassann svo það fari ekki framhjá skrýmslum sem reyna að taka tjaldið Skilti: Skrýmsli mega ekki taka tjaldið -
Af hverju er bara eitt?
Albert: „Pabbi, af hverju er bara eitt?“
Pabbi: „Af því að þú varst að brjóta hitt ljósið, bófinn þinn!“
A: *hallar undir flatt, sýnir hnefa og svo lyftist ákveðinn fingur mjööööööög rólega upp*
P: „Jæja góði“
A: „Ég er að sýna fokkjú puttann!“
P: „Já er það?“
Bara eitt ljós þar sem áður voru tvö -
Borða
Albert: *gubbar*
…2 mínútur…
A: „Má ég plís borða pabbi?“
P: „Nei, ef þú borðar þá ælirðu strax aftur“
…4 mínútur…
A: „Pabbi ég elska að æla“
P: „Nú?“
A: „Já ég elska æla að því ég elska borða. Má ég fá borða?“
…skömmu síðar:
Albert: „Ég er ekki veikur“
Pabbi: „Eee kannski of fljótt að segja um það“
A: „Jú pabbi þú ert í öfuga átt og ég er í rétta átt“
P: „Meinarðu að það er rétt hjá þér?“
A: „Já það er rétt hjá mér aþþí ég er ekki veikur og það er öfugt hjá þér“
-
Frostungur
Öll fjölskyldan úti á palli með ís- og frostpinna.
Albert: „Oj! Frostungur!“
Pabbi: *hmmm!?*
P: *finnur á endanum geitung*
-
Esjan
Albert: „Pabbi, Esjan er falleg!“
Esjan að vera falleg -
Albert er svo woke að ósýnilegi vinur hans er bæði strákur og stelpa
-
Upptekinn
Úti að sinna listinni, garðyrkju, vísindum og ýmsu fleiru
Skrifað á gangstétt Albert og mynd af Albert (myndin er nær) Litli garðyrkjumaðurinn 🙁 Sinnir nýjasta áhugamálinu – rannsóknum á niðurföllum Flytur erindi um niðurstöður rannsókna sinna Aparóla Vííííííí Grillar „pylsur“ fyrir pabba og Söndru