Tag: Albert

  • Pabbi: „Albert, hvað viltu gefa systrum þínum í jólagjöf?“ Albert: „Blóm!“ … *hleypur og grípur kaktus* „Þetta blóm!“ A: „Nei, blóm er bara fyrir Telmu! Þetta er fyrir Söndru“ *kemur með tuskudýrs-hund sem er búinn að vera á heimilinu lengur en hann sjálfur* A: *nær í blað* „Hvernig skrifar mar glevi jól?“

  • í bíltúr Albert: „Sjúkrabíll og brunabíll! Einhver var að meiða sig og það var eldur“ Pabbi: „Já?“ A: „Kannski var einhver með eld og sykurpúða og potaði í eldinn og meiddi sig!“

  • am grúmet

    Albert (4): „Pabbi, hvernig skrifar maður am grúmet?“ Pabbi: „Am hvað?“ A: „Æm krúmet“ P: „Am krúmet? Lommér sjá“ A: „Æm krú-met“ P: „Ahhhh, ertu í Amonngöss!?? I emm bil sje err e tvöfaltvaff emm a té e“

  • Pabbi bardúsar í eldhúsinu Albert (4 ára), inni í stofu: „Pabbi! Hvernig á að skrifa jól?!“ P: „Joð…“ A: „Kva svo?“ P: „Ó! … Kanntu að gera..?“ A: „Kva svo?“ P: „Ell … Af hverju ertu að skri…“ Úr spjaldtölvunni berast jólalög

  • Pabbi bardúsar í eldhúsinu Albert, smá veikur inni í stofu: „Já! Nú veit ég hvernig á að gera graut!“ P: *kíkir inn í stofu* A: *situr og horfir á Stundina okkar þar sem börn kenna okkur að gera hafragraut með eplamús* Pabbi bardúsar enn í eldhúsinu Albert, smá veikur inni í stofu: „PABBI!“ P: *hleypur…

  • Þurfti að sækja Albert snemma á leikskólann því hann er kominn með hita. A, á leið út í bílinn: „Veikurið lét mig sofna eins og litlabarn!“

  • Rúgbrauð með papriku og krakkavítamíni

    Þegar Albert biður um rúgbrauð með papriku og krakkavítamíni fær Albert rúgbrauð með papriku og krakkavítamíni Og þegar Albert biður um meira rúgbrauð með papriku og krakkavítamíni fær Albert meira rúgbrauð með papriku og krakkavítamíni

  • Pabbi: „Var gaman í leikskólanum?“ Albert: *muml* P: „Varstu að róla?“ A: *muml* P: „Varstu í bíló?“ A: „Nauts!“ *hneykslaður* „Pabbi, það er fjólublár dagur! Bíló er bara þegar er appelsínugulur dagur!“

  • Albert (fjögurra ára): *raular* „Við vorum syngja lag í leikskólanum“ Pabbi: „Hvaða lag?“ A: „Æ, maniggi“ *fer og finnur símann hans pabba* P: „Á ég að hjálpa?“ A: „Skrifaðu jól!“ *bendir á leitargluggann í Spotify* P: „Ö … ok!“ *skrifar jól. opnar fyrsta jólalagalistann* A: *skrollar niður þrjár-fjórar skjálengdir og ýtir á lag* A: P:…

  • Að horfa á fjögurra ára dreng reyna að útskýra Among Us fyrir móður sinni er mjög góð skemmtun

  • Albert: „Pabbi, þú púsla þetta!“ Pabbi: *byrjar að púsla* A: *hverfur* P: *ætlar að hætta og fara í símann* P: „Gngh! Æ, ég verð enga stund að klára…“ söksess!!

  • Alveg eins

    Albert: *horfir á Peppa Pig á jútjúb* A: *ýtir á pásu* „Þetta er alveg eins oooooooooo…“ *hleypur upp tröppurnar* … nokkrar mínútur … A: *kemur aftur niður tröppurnar, móður og másandi* „…alveg eins og þetta!“ *sýnir*