Tag: Albert
-
Víðgelmir
-
Púpí
Albert, á leiðinni á klósettið: „Púpí, jú hef tú gó intú ðe ósjen tú mít the sjarks“ 1 mínúta… *skaðræðisöskur* „Nóóóóó! Æ dón’t want tú gó in ðe ósjen!!“
-
Hvernig veit
Albert: „Hvernig veit æpaddinn hvort hann snýr svona eða svona?“ *veltir spjaldtölvunni* Pabbi: „Góð spurning! Hvernig veist þú það?“ A: „Ég er með heila!“ P: „Ég held það sé eitthvað tæki inni í spjaldtölvunni sem…“ A: „Pabbi, þú þarft ekki að útskýra það sko “
-
Djók
Síminn hringir Albert: „Pabbi, ég bjó til djók. Það er á ensku. Þú verður að svara á ensku“ Pabbi: „Ok“ A: „What’s heavier, a shoe or a feather?“ P: „A shoe“ A: „Bless you!“
-
Bágt
Albert: *grettir sig og bendir á ristina* „Mig svíður“ Pabbi: *kyssir á bágtið* A: „Æi, hættu! Þetta gerir ekkert!“
-
Óvart
Fór út með Húgó í morgun í hífandi rok og fimbulkulda. Kom inn kaldur og hrakinn. Á móti mér tók niðurlútur Albert: „Fyrirgefðu en þetta var óvart“ Pabbi: „Óvart? Hvað var óvart?“ A, mjög leiður: „Við eyðilögðum sjónvarpið“ P: *byrjar að reikna hvenær við gætum haft efni á nýju sjónvarpi, fokk nei ég trúi þessu…
-
Á skíðum
Albert á skíðum
-
Kalt
Við Albert fylgdum Söndru í Kaplakrika þar sem hún var að spila á móti FH í Skessunni. Þetta var vissulega innanhúss, en það var kaldara inni en fyrir utan. Mér hefur bókstaflega aldrei verið svona kalt. Ég hef farið í sjósund í -1,9°C en mér varð ekki svona kalt. Í hálfleik spurði Albert hvort hann…
-
2023 endar vel
Albert: „Pabbi, viltu verða ríkur?“
-
Á sleða
-
Strákur
Les í bók um Haaland, fletti upp hvað búa margir í Kína (mjög margir!), fletti upp hvort hafi orðið meiri kuldi í Rússlandi eða Kanada (Rússlandi). Segi góða nótt við Albert, sest undir rúmið Níu mínútur af rólegum andardrætti og byltum… Albert: „Hvernig segir maður aftur ég er strákur?“ Pabbi: „Öööö, hvað meinarðu?“ A: „Á…
-
Kvöldmatur
Pabbi: „Æ, eruði að troða í ykkur mat rétt fyrir kvöldmat? Ætlar einhver að borða kvöldmatinn?“ Albert: „Hvað er í matinn?“ P: „Baunasalat“ A: „Jú, ég ætla að borða mjög mikið! Þá get ég farið í Guess my fart í skólanum á morgun!“