Albert fór í bekkjarafmæli í dag og þegar ég kom að sækja var hann úti í fjósi með bóndanum sem var að sýna honum glænýja mjaltaróbotinn sinn
Eplið og eikin og allt það
Albert fór í bekkjarafmæli í dag og þegar ég kom að sækja var hann úti í fjósi með bóndanum sem var að sýna honum glænýja mjaltaróbotinn sinn
Eplið og eikin og allt það
Pabbi vinnur heima því Albert er veikur. Ekki mjög veikur, en var mjög óhress í morgun
Pabbi biður Albert að hafa sig hægan því nú þarf hann að fara á fund: „Ef þú heyrir mig tala ensku, þá er ég ekki að tala við þig!“
Fundurinn klárast loksins
Albert: „Er fundurinn núna búinn?“
P: „Já“
A: „Þekkirðu lagið – Ég er furðuverk?“
P: „Öööö, já?“
A: „Í skólanum um daginn var XXX að syngja þetta lag, en hann söng „Ég er höfuðverk!!“ Það var mjög fyndið!“
Albert, á leiðinni á klósettið: „Púpí, jú hef tú gó intú ðe ósjen tú mít the sjarks“
1 mínúta…
*skaðræðisöskur* „Nóóóóó! Æ dón’t want tú gó in ðe ósjen!!“
Albert: „Hvernig veit æpaddinn hvort hann snýr svona eða svona?“ *veltir spjaldtölvunni*
Pabbi: „Góð spurning! Hvernig veist þú það?“
A: „Ég er með heila!“
P: „Ég held það sé eitthvað tæki inni í spjaldtölvunni sem…“
A: „Pabbi, þú þarft ekki að útskýra það sko “
Síminn hringir
Albert: „Pabbi, ég bjó til djók. Það er á ensku. Þú verður að svara á ensku“
Pabbi: „Ok“
A: „What’s heavier, a shoe or a feather?“
P: „A shoe“
A: „Bless you!“
Albert: *grettir sig og bendir á ristina* „Mig svíður“
Pabbi: *kyssir á bágtið*
A: „Æi, hættu! Þetta gerir ekkert!“
Fór út með Húgó í morgun í hífandi rok og fimbulkulda. Kom inn kaldur og hrakinn.
Á móti mér tók niðurlútur Albert: „Fyrirgefðu en þetta var óvart“
Pabbi: „Óvart? Hvað var óvart?“
A, mjög leiður: „Við eyðilögðum sjónvarpið“
P: *byrjar að reikna hvenær við gætum haft efni á nýju sjónvarpi, fokk nei ég trúi þessu ekki, jæja þá verðum við bara sjónvarpslaus í einhvern tíma til að kenna þessum krakkaskröttum lexíu, nei, andskotinn hafi það, það hlýtur að vera hægt að laga þetta! Bítur í varirnar til að segja ekkert sem hann sér eftir*
A: *leiðir pabba inn í stofu*
P: *fokk, það er engin leið að laga þetta, sjónvarpið er ónýtt*
P, beitir öllum sínum kröftum í að tala rólega: „Hvað … hvernig í … ósköpunum gerðist þetta eiginlega?“
A: „FYRSTI APRÍL!“ *slekkur á youtube myndbandinu sem sýndi sprunginn skjá*
Albert á skíðum
Við Albert fylgdum Söndru í Kaplakrika þar sem hún var að spila á móti FH í Skessunni. Þetta var vissulega innanhúss, en það var kaldara inni en fyrir utan. Mér hefur bókstaflega aldrei verið svona kalt. Ég hef farið í sjósund í -1,9°C en mér varð ekki svona kalt.
Í hálfleik spurði Albert hvort hann mætti fara úr kuldagallanum, hann væri að kafna úr hita