Tag: Albert

  • Horfa á hita!

    Pjakkur: „Pabbi, mig langar að fara á krakkarúv og horfa á hita!“ Tók smástund að fatta að hann vildi horfa á veðurfréttir. Hér er hann að horfa á veðrið síðan í gær í þriðja sinn Btw, hann verður ógurlega leiður þegar hann sér að það er bara þrír hjá okkur, en fagnar voðalega þegar farið…

  • Afmælisgjöf

    Pabbi: „Hvað viltu gefa [besta vinkona á leikskólanum] í afmælisgjöf?“ Albert: *hleypur og nær í* „Þessa konu sem er ekki með fætur og er dáin!“

  • Stækka

    Albert kjagar inn í stofu með krukku af bláberjasultu og skeið: „Ég er búinn að borða rosa rosa mikið, en ég er ekki búinn að stækka!“ *mokar upp í sig meiri sultu*

  • Stór og sterkur

    Albert borðar kvöldmat: „Ég er með 20 mat í maganum!“ *einn biti enn* „Tuttugueinn!“ Pabbi: „Vá! Ætlarðu að verða rosalega stór og sterkur eins og ég?“ A: „Nei, ég ætla að fá risastóra bumbu eins og þú!“

  • Albert: „Pabbi, má ég fá epli!“ Pabbi: „Ekkert mál, gjörðu svo vel“ … A: *öskurgrætur* „ÉG TÓK OF STÓRAN BITA!!!“

  • Ár

    Til að fagna því að ár er nú liðið síðan leikskólaverkfallinu lauk sit ég fastur heima (ófærð) með þrjú „veik“ börn

  • Frábært

    Albert: „Ég setti diskinn í vaskinn!“ Pabbi: „Frábært!“ A: „Þú segir alltaf Frábært! Eða obbsíbobb!“

  • Buddy

    Dóttir byrjar að horfa á Air Bud *5 mínútur af djöfulgangi þar sem allt gengur á afturfótunum hjá trúðnum sem á Buddy* Albert: „VILJIÐI SLÖKKVA Á ÞESSU!! ÞETTA ER MJÖG SORGLEGT!!!“

  • Í stríði við Karíus og Baktus

    Burstum tennur fyrir háttinn Albert: „Pabbi á ég að segja þér eitt?“ Pabbi: „Já, segðu mér!“ A: „Æ, hvað heitiridda aþtur?“ P: ??? A: „Æ, þarna sem er í stríði við Karíus og Baktus?“ P: „Hérna, me-meinarðu … hvítu blóðkornin?“ A: „Já! Einmitt!“ *bendir á Spiderman plásturinn þar sem hann var bólusettur* „Hvítu blómkornin eru…

  • Krakkarúv

    Albert: *sest í sófann við hlið pabba* Pabbi: … A: *hneykslaður* „Pabbi! Það er Krakkarúv í sjónvarpinu og þú situr bara í símanum!“ P: „Ó! Á ég að horfa á Kúlugúbba?“ A: „Já!“ *kveikir á spjaldtölvunni og fer í Roblox*

  • Fjögurra ára skoðun

    Albert, fjögurra og hálfs árs í fjögurra ára skoðun: Hjúkrunarfræðingur: „Sýndu á spjaldinu hvaða stafur er alveg eins og stafurinn sem ég bendi á!“ A: „O! Tje! Há! Vaff!“ Hjfr: „Þekkirðu alla stafina?!?“ Hjfr: „Kanntu að telja upp í tíu?“ A: *telur upp í tíu* Hjfr: *byrjar að skrifa* A: „…Ellefu! Tólf! Þrettán! Fjórtán! Fimmtán!…

  • Nellý og Nóra

    Nákvæmlega ári síðar: Ég: *klæði mig til að fara út með hundinn* Albert: „Pabbi! Nellý og Nóra!“