Tag: Albert

  • Haltr

    Albert haltrar

    Pabbi: „Hvað kom fyrir? Var krókódíll sem steig á fótinn þinn?“

    A: „Nei. Api búinn að segja ú ú a a og þá var ég með illtan fót!“

  • Emil og Ída

    Pabbi: „Þetta er Emil og þetta er Ída!“

    Albert: „Nei!“

    P: *bendir* „Jú, hér er Emil og *bendir* hér er Ída!“

    A: ?? „En hver er þá Kattholt?!!

  • Í hvíldinni

    Albert: „Í hvíldinni í leikskólann vorum við að lesa bækur! Emilí Kaltholti og Blómi Ljóshjarta!“

  • Horfa á hita!

    Pjakkur: „Pabbi, mig langar að fara á krakkarúv og horfa á hita!“

    Tók smástund að fatta að hann vildi horfa á veðurfréttir.

    Hér er hann að horfa á veðrið síðan í gær í þriðja sinn

    Btw, hann verður ógurlega leiður þegar hann sér að það er bara þrír hjá okkur, en fagnar voðalega þegar farið er inn í hlýrri framtíðina, og hreinlega dansaði þegar hann sá níu!


    Löööööngu síðar:

    Pabbi: „Eigum við kannski að horfa á eitthvað annað núna?“

    Albert: „Nei, mig langar að horfa aftur á hita!“

    Elín Björk Jónasdóttir á dyggan og krullaðan fjögurra og hálfs árs aðdáanda sem fær ekki nóg af veðurfréttatímanum síðan í gær


    Uppfært 7. maí 2021:

    Kom að Albert í gær að fletta í gegnum RÚV appið: „Hvar er þátturinn um stelpuna sem byrjar á E?“

    Fundum veðrið, en hann varð ekki sáttur fyrr en við fundum „stelpuna sem byrjar á E“ í ca. tveggja vikna gömlum þætti


    Twitter þráður, þar sem m.a. „stelpan sem byrjar á E“ sendir A kveðju
  • Afmælisgjöf

    Pabbi: „Hvað viltu gefa [besta vinkona á leikskólanum] í afmælisgjöf?“

    Albert: ? *hleypur og nær í* „Þessa konu sem er ekki með fætur og er dáin!“

  • Stækka

    Albert kjagar inn í stofu með krukku af bláberjasultu og skeið: „Ég er búinn að borða rosa rosa mikið, en ég er ekki búinn að stækka!“ *mokar upp í sig meiri sultu*

  • Stór og sterkur

    Albert borðar kvöldmat: „Ég er með 20 mat í maganum!“ *einn biti enn* „Tuttugueinn!“

    Pabbi: „Vá! Ætlarðu að verða rosalega stór og sterkur eins og ég?“

    A: „Nei, ég ætla að fá risastóra bumbu eins og þú!“

  • Albert: „Pabbi, má ég fá epli!“

    Pabbi: „Ekkert mál, gjörðu svo vel“

    A: *öskurgrætur* „ÉG TÓK OF STÓRAN BITA!!!“

  • Ár

    Til að fagna því að ár er nú liðið síðan leikskólaverkfallinu lauk sit ég fastur heima (ófærð) með þrjú „veik“ börn

  • Frábært

    Albert: „Ég setti diskinn í vaskinn!“

    Pabbi: „Frábært!“

    A: „Þú segir alltaf Frábært! Eða obbsíbobb!“

  • Buddy

    Dóttir byrjar að horfa á Air Bud

    *5 mínútur af djöfulgangi þar sem allt gengur á afturfótunum hjá trúðnum sem á Buddy*

    Albert: „VILJIÐI SLÖKKVA Á ÞESSU!! ÞETTA ER MJÖG SORGLEGT!!!“

  • Í stríði við Karíus og Baktus

    Burstum tennur fyrir háttinn

    Albert: „Pabbi á ég að segja þér eitt?“

    Pabbi: „Já, segðu mér!“

    A: ?„Æ, hvað heitiridda aþtur?“

    P: ???

    A: ?„Æ, þarna sem er í stríði við Karíus og Baktus?“

    P: ???„Hérna, me-meinarðu … hvítu blóðkornin?“

    A: „Já! Einmitt!“ *bendir á Spiderman plásturinn þar sem hann var bólusettur* „Hvítu blómkornin eru að ráðast á Karíus og Baktus!“ *leikur ógurlegan bardaga eftir hvern Karíus og Baktus liggja örendir*