Tag: Albert

  • 12 er minna en 49

    Albert: „12 er minna en 49!“

    Pabbi: „Já..?“

    A: „En þú ert 49 en samt er 12 miklu stærra!“

    P: „Haaa? Hvaða 12 er miklu stærra?“

    A: „Húsið okkar!“ (12 = húsnúmerið)

  • Hræddur

    Albert: „Ég vaknaði í nótt og var hræddur!“

    Sandra: *eyðir klukkutíma í að búa til og prenta út mynd* „Við hengjum þetta upp við rúmið þitt og næst þegar þú vaknar sérðu fyndna rassa og hættir að vera hræddur!“

  • Ballett

    …og fjórum árum síðar er hann byrjaður að æfa ballett

    Smelltu til að sjá myndina
  • 18. júlí

    Albert: „Ég vildi að það væri 18. júlí“

    Pabbi: ? „Ha, nú af hverju?“

    A: „Af því að þá sofum við einu sinni og svo er Húgó eins árs!“


    Sko 18. júlí. Daginn áður en hvolpurinn verður ársgamall. Ekki 7 dögum seinna, sem er daginn áður en Albert sjálfur verður fimm ára…

  • Sæng

    Albert: „Ég vil sofa með pabba sæng!“

    Mamma: „Já en þá er pabbi ekki með neina sæng?“

    A: „Hann má fá mína!“

  • Vináttumerki

    Pabbi: „Nei sko, fékkstu verðlaun?“

    Albert: „Þetta er vináttumerki! Við vorum að æfa okkur í að vera vinir og tala um hverju við erum góð í!“

    P: „Og í hverju ert þú góður?“

    A: „Að hoppa! Og standa á einum fót!“

  • Tilfinningar

    Albert: Öskurgrenjar yfir grimmilegum örlögum lítils flamingóunga í sjónvarpinu.


    Líka Albert: Blikkar ekki meðan hann hleypur um allt í Among Us og afhausar þrjá í beit.


    Líka líka Albert: Getur ekki sofnað yfir áhyggjum af vesalings Bertu sem þarf að eyða nóttinni alein á neðri hæðinni

  • Hræddur hákarl

    Börnin horfa á Zig & Sharko

    Pjakkur: „Af hverju er hákarl hræddur við hákarl!??!“ *hneysklaður* „Þá á hann að vera hræddur við sjálfan sig!?!!?“

  • Málshættir

    Mamma: „Hnuss! Við getum gert betur en þetta!“

    Sjaldan krúmeitinn drepur impostorinn

    -mamma

    Betri er Bríet en Auður

    -pabbi

    Ekki er pabbabrandari góður nema móðir segi

    -mamma

    Sultur gera ristað brauð betra

    -Albert
  • Pabbabrandari?

    Pabbi: *undirbýr hádegismat úr afgöngum* „Ef við klárum fiskinn ekki núna set ég hann á pizzuna í kvöld!“

    Allt klárast

    Dóttir: „Mig langar í meiri fisk!“

    Mamma: „Þá þarftu að fara að veiða!“

    Allir: …

    Pabbi: „Vá! Mamma sagði pabbabrandara og enginn veit hvað er í gangi“

    Dóttir: „Og þú hlóst ekki, svo núna veistu hvernig okkur líður!“

  • Draugasögur

    Allir segja draugasögur

    Albert: „Einu sinni var draugur!“ *athugar hvort einhver er orðinn hræddur*

    A: „Og draugurinn fór inn í hús! …og draugurinn fann fót!“

    Pabbi: „Fót?!!?“ ?

    A: ? „…pabbi ég vil ekki segja sögu. Núna þú segja sögu…“ ??

  • Hvað er vinna?

    Pabbi vinnur heima

    Albert kemur í heimsókn: „Kvarta gera?“

    Pa: „Vinna“

    A: ? „Hvað er vinna?“

    Pa: „Ööööö …“

    A: „Er það að gera leiðinlegt?“