Tag: Albert
-
Hvað dagur er?
Albert (ekki orðinn fimm ára) fylgist vel með dagatalinu og spyr reglulega hvaða dagur er. Af og til lætur hann vita að þessi eða hinn á leikskólanum eigi afmæli í dag. Ég hef prófað að spyrja um afmælisdaga barna á leikskólanum og enn ekki tekist að reka hann á gat. Rétt í þessu: „Tuttugasti níundi…
-
22
Albert: *tékkar á spjaldtölvunni sem var í hleðslu* „Það er tuttutvö prósent. Má ég taka samband?“ Pabbi: „Já“ A: „Það er tuttu tvö prósent, og það er tuttugasti annar maí!“ P: *athugar dagsetningu*
-
5 rúsínur
Albert: „Má ég fá 5 rúsínur?“ Pabbi: „Já!“ A, stærðfræðingur: „Fyrst tvær rúsínur og svo þrjár rúsínur!“ Albert: „Fimmtíu er næstum sextíu … sjötíu, áttatíu, níutíu, hundrað!“ Pabbi: „Alveg rétt! Þú ert orðinn svo flinkur að reikna!“ A: „Fjörutíu og níu er næstum fimmtíu, svo þú ert næstum hundrað!“
-
Þegar hann er ekki í Among us When not playing Among us
-
Bangsi litli
Lesum í gærkvöldi Albert opnar bókina, les, hægt: „Hér … sjáið … þið … Bangsa“ A: *lítur á pabba* „Af hverju stendur ekki Einu sinni?“
-
Ég veit um eitt lag
Pabbi: *kveikir á Spotify og ætlar að spila tónlistina úr Kardemommubænum fyrir krakkana* Albert: „Pabbi, ég veit um eitt lag!“
-
Stimpill
Pabbi: „Fékkstu stimpil í fimleikum?“ Albert: „Nei“ P: „Af hverju?“ A: „Ég var að meiða“ P: „Af hverju varstu að meiða?“ A: „Ég vildi ekki fá stimpil“ P: „En hvern varstu að meiða?“ A: „Má ekki segja“ P: „Nú, af hverju ekki?“ A: „Útaf Covid“
-
Tólfti
Albert í morgun: „Pabbi, er tólfti í dag?“ Pabbi: „Ööö, é veitiggi…“ *athugar* „Já það er tólfti! Hvernig vissirðu?“ A, ekki orðinn fimm ára: „Það var ellefti í gær!“
-
Núll á ensku
Klukkan er 5.22 að nóttu Albert: „Hvernig segir maður núll á ensku?“ Pabbi: *rumskar* „Öööö, zero“ *sér að Albert er búinn að kasta sænginni af sér. breiðir yfir hann* A: „Ég get ekki hugsað með sæng“ *kastar sænginni af sér* „Get bara hugsað með ekki sæng“
-
12 er minna en 49
Albert: „12 er minna en 49!“ Pabbi: „Já..?“ A: „En þú ert 49 en samt er 12 miklu stærra!“ P: „Haaa? Hvaða 12 er miklu stærra?“ A: „Húsið okkar!“ (12 = húsnúmerið)
-
Hræddur
Albert: „Ég vaknaði í nótt og var hræddur!“ Sandra: *eyðir klukkutíma í að búa til og prenta út mynd* „Við hengjum þetta upp við rúmið þitt og næst þegar þú vaknar sérðu fyndna rassa og hættir að vera hræddur!“
-
Ballett
…og fjórum árum síðar er hann byrjaður að æfa ballett