Albert: „Ef að Sandra borðar hrossaflugu þá breytist hún í flugu. … eða hest!“
Tag: Albert
-
-
Það má ekki
Albert: „Pabbi, ef þú sérð hurð, ekki pissa bakvið hana!“
-
Neinei, bara hann Albert minn, fimm ára og átta daga gamall, búinn að læra að skrifa til að geta spjallað við pabba sinn frá útlöndum
Flinkur að skrifa -
Ekki hægt að hlusta
Var eitthvað að fikta í stillingunum á Spotify í gærkvöldi og slökkti m.a. á „Leyfa gróft efni“.
Í morgun voru öll börnin gargandi: „Það er ekki hægt að hlusta á nein lög á Spotify!“
a) Er með fjölskylduáskrift og þetta hafði semsagt áhrif á okkur öll
b) Börnin mín hlusta greinilega bara á lög með efforðinu
-
Knús
Albert reynir að sofna: „Pabbi nú langar mig í knús! Ég var að hugsa eitthvað ljótt…“
Pabbi: *knúsar*
A: „Þegar ég hugsa eitthvað ljótt segi ég eitthvað fyndið … typpi, kúkur, rass!“
-
Búrfellsgjá
Göngutúr í Búrfellsgjá Göngutúr í Búrfellsgjá Göngutúr í Búrfellsgjá Göngutúr í Búrfellsgjá Göngutúr í Búrfellsgjá Göngutúr í Búrfellsgjá Göngutúr í Búrfellsgjá Göngutúr í Búrfellsgjá Göngutúr í Búrfellsgjá Göngutúr í Búrfellsgjá -
Pabbi les fyrir háttinn
Albert: „Pabbi mig langar að vera með lokuð augu og sofa“
-
Gúglið
Albert: „Ég fór í tölvuna og opnaði gúglið og skrifaði Tix og hlustaði á Fallen angel!“
Pabbi: *impóneraður*
A: „Svo skrifaði ég voices tusse og hlustaði á það“
P: *mindblown.gif*
A: „Ég kann alveg að nota gúglið“
-
Albert, fimm ára, sem hefur séð hluta af EM með öðru auganu: „Eru fótboltamenn alltaf með tattú?“
-
Hætta að hoppa
Albert: Hoppar í sófanum. Dettur niður á gólf. Grætur ógurlega
Pabbi: „Við erum alltaf að segja þér að hætta að hoppa í sófanum. Hvenær ætlarðu eiginlega að hætta?“
A:
„Ég skal segja ykkur, ég ætla að hætta eftir einn janúar!“
Uppfært 4. janúar:
Hann hætti ekki -
Albert: „Hvað heitir þetta lag?“
Pabbi: „Fallen angel“
A: „Er neindjel svona eins og nindja?“
-
Bannað
Albert: „Pabbi ég veit hvað er bannað að segja!“
Pabbi: „Nú, hvað er bannað að segja?“
A: „Bitsj“