Tag: Albert
-
Effingsson
Við matarborðið Albert: „Effingsson!“ Pabbi: „Ha?“ A: „Effingsson!?!“ Pa: „Effing-hvað?“ ? A:
-
Ekki bófi
Albert hleypti mér ekki út að labba með hundinn fyrr en ég var búinn að lofa lofa lofa að kalla strax á allar löggur sem ég sæi: „Ég er ekki bófi, þetta er bara hattur!“
-
Hætta að hoppa?
Sögumaður: Hann hætti ekki
-
Ég elska alla
Úti að labba með Húgó í storminum í gærkvöldi: „Pabbi, ég elska alla í heiminum! Líka fólkin sem ég hef aldrei séð!“
-
Albert les: „… þau veltu fyrir sér kringum…“ Pabbi leiðréttir: „Hvernig!“ A: *lítur skilningsvana á pabba … teiknar hring í loftinu með fingrinum* P: „Nei! …í bókinni!“ *bendir* „Það stendur Hvernig í bókinni!“
-
Galdrakarl
Í síðustu viku fengu krakkarnir á leikskólanum að sjá sirkus, m.a. töframanninn Daníel. Í gærkvöldi: Albert: „Komdu, ég ætla að sýna þér eitt galdr“ Pabbi: *kemur* A: *fer að glugga sem snýr í austur* „Sjáðu, þarna er tunglið“ P: „Flott!“ A: *ýtir pabba frá glugganum* „Abrakadabra simmsalabimm!“ A: *dregur pabba að glugga sem snýr í…
-
Listar
Albert, heima veikur: „Hvað ertu að gera?“ Pabbi: „Skrifa lista yfir ýmislegt sem þarf að gera“ A: „Ég ætla líka að skrifa lista yfir það sem þarf að gera. Og þú mátt ekki segja nei!“ …búinn að finna smugu í reglunum hélt hann svo áfram…
-
Streakið
Fyrir tveimur vikum greindist Albert, fimm ára, með Covid. Hefði þetta gerst fyrir ári hefði ég lítið sem ekkert sofið fyrr en fjölskyldan væri laus úr sóttkví og einangrun – fastur í hugsunum um örkuml, dauða og ömurð Núna: Fökk! Ef ég lendi í einangrun missi ég streakið í að ganga 10 þúsund skref á…
-
Listi
Veit einhver um búð þar sem gæti verið hægt að fá allt á þessum lista? Því annars fækkar á heimilinu um einn fimm ára Í umræðunni kom m.a. fram: Þetta eru víst kvattúordesilljón peningar – í óskilgreindum gjaldmiðli – eða silljón killjón filljón peningar – (fer eftir því hvern þú spyrð). Skv. gúggli frænda er…
-
Grýla
Skoðum bók þar sem Grýla og jólasveinarnir koma fyrir Albert *starir á mynd af Grýlu*: „Var Grýla einusinni barn?“ Pabbi: „Já! Það hlýtur að vera!“ A: „Og … borðaði hún þá börn?“
-
Spjall
Albert, fimm ára, er í þessum töluðu orðum í Messenger spjalli við deildarstjórann á leikskólanum sem varð hugsað til hans í sóttkví
-
Garg
Búið að lesa og slökkva ljósin fyrir háttinn Albert: „Fólkið sem á heima í hausnum á mér er að garga! Ég er ekkert sybbinn!“ Sem betur fer var dimmt svo hann sá ekki á mér svipinn A: „Í hausnum á mér er ennþá dagur! Ég get ekki sofnað!“