Tag: Albert
-
Perlan
Frá Ance: Jebb. Þetta voru börnin mín. Öskrandi yfir alla Öskjuhlíðina niður úr Perlunni: „MAMMAAAA, MEGUM VIÐ FÁ ÍS???” á meðan ég var að tjilla með Húgó á túninu fyrir neðan. Seinna spurði ég þau um þessa villimanna hegðun og benti á það að pabbi var nú með þeim. „En hann var búinn að segja…
-
Rennibraut
Albert: „Þetta er hjarta-rennibraut og ég er að renna mér niður og hugsa um alla sem ég elska“
-
Albert
-
Ég er hjá þér
Albert gekk illa að sofna – í tjaldi inni í stofu Pabbi: „Þú þarft ekki að vera smeykur, ég er hérna hjá þér“ Albert: „En ef ég sofna, hvernig veit ég hvort þú ert farinn?“
-
Loforð
Þegar börnin innheimta löngu gleymt loforð
-
Vöðvabólga
Pabbi: *stuna* „Æ, ég er með vöðvabólgu“ Ungur maður (5), nýkominn úr bólusetningu: „Af hverju ferðu ekki í bólusetningu?“
-
Kross
Albert horfir á dagatal hugsi … „Átjánda apríl var búið til krossið!“ „…Nítjánda var Jesú að vakna…“ „Tuttugasta var hann Jesú svo festur á krossið“
-
Hreindýr
Húsdýragarðinum Albert: „Förum heim“ Pabbi: „En við eigum eftir að sjá hreindýrin“ A: „Ég er búinn að sjá hreindýr og það var ljótt!“
-
Ekki í gær
Pabbi talar um eitthvað sem gerðist í gærkvöldi. Albert: „Það var ekki í gær! Það var á morgun!“
-
Ber augu
Pabbi: „Ég sá það með berum augum!“ Öll börnin: ?? Albert: „Eru augun þá ekki í buxum og húfu?“
-
Leiðbeiningar
Ég vil þakka syni mínum, nær sex vetra, fyrir skorinorðar leiðbeiningar um hvernig „what the heck” skal borið fram
-
Komdu
Albert: „Komdu!“ Pabbi: „En ég er ennþá að borða!“ A: „Geymdu það!“ P: „Hvert á ég að koma?“ A: „Með mér!“ P: „Ok“ A: *leiðir pabba upp á efri hæð* P: „Og hvað..?“ A: „FYRSTI APRÍL!!!“