Tag: Albert

  • Albert fær leyfi til að horfa á sjónvarp í klukkutíma meðan hann bíður mömmu

    Pabbi: „Þú getur stillt tímann í síma á 60 mín“

    A: *fiktar heillengi í síma* „Það er ekki hægt að stilla á 60 mín svo ég stillti á 59 mín!“

    P: *þumall*

    A: „…svo þegar pípir stilli ég á 1 mínútu“


    Sirka tvisvar á mínútu tilkynnir hann hvernig gengur: „Fjórtán sekúndur og tuttugu og níu mínútur“

  • Mynd

    Eftir að pjakkurinn var búinn að útskýra fyrir mér hvað væri á myndinni (hann með klurrurnar og hundinn, hús og auðvitað bíll í bílskúrnum) spurði hann hvort ég vildi taka myndina með í vinnuna

  • Egg

    Albert samkjaftaði ekki þegar hann átti að fara að sofa í gærkvöldi. Ég sussaði á hann, sagði honum að tala minna og sofa meira, setti m.a.s. fingur á munninn á honum, en munnurinn barasta gat ekki hætt. Á endanum urðu þó þagnirnar lengri og lengri …

    Albert: „Á morgun þurfum við að tala um dýr sem fæða egg“

    Í morgun minnti ég hann á þetta

    A: „Alveg rétt! ? … snákar!“

  • Perlan

    Frá Ance:

    Jebb. Þetta voru börnin mín. Öskrandi yfir alla Öskjuhlíðina niður úr Perlunni: „MAMMAAAA, MEGUM VIÐ FÁ ÍS???” á meðan ég var að tjilla með Húgó á túninu fyrir neðan.

    Seinna spurði ég þau um þessa villimanna hegðun og benti á það að pabbi var nú með þeim. „En hann var búinn að segja nei!“

    Villimennirnir börnin okkar að öskra og biðja um ís
  • Rennibraut

    Albert: „Þetta er hjarta-rennibraut og ég er að renna mér niður og hugsa um alla sem ég elska“

  • Albert

  • Ég er hjá þér

    Albert gekk illa að sofna – í tjaldi inni í stofu

    Pabbi: „Þú þarft ekki að vera smeykur, ég er hérna hjá þér“

    Albert: „En ef ég sofna, hvernig veit ég hvort þú ert farinn?“


  • Loforð

    Þegar börnin innheimta löngu gleymt loforð

  • Vöðvabólga

    Pabbi: *stuna* „Æ, ég er með vöðvabólgu“

    Ungur maður (5), nýkominn úr bólusetningu: „Af hverju ferðu ekki í bólusetningu?“

  • Kross

    Albert horfir á dagatal hugsi … „Átjánda apríl var búið til krossið!“

    „…Nítjánda var Jesú að vakna…“

    „Tuttugasta var hann Jesú svo festur á krossið“

  • Hreindýr

    Húsdýragarðinum

    Albert: „Förum heim“

    Pabbi: „En við eigum eftir að sjá hreindýrin“

    A: „Ég er búinn að sjá hreindýr og það var ljótt!“

  • Ekki í gær

    Pabbi talar um eitthvað sem gerðist í gærkvöldi.

    Albert: „Það var ekki í gær! Það var á morgun!“