Tag: Albert

  • Kross

    Albert horfir á dagatal hugsi … „Átjánda apríl var búið til krossið!“ „…Nítjánda var Jesú að vakna…“ „Tuttugasta var hann Jesú svo festur á krossið“

  • Hreindýr

    Húsdýragarðinum Albert: „Förum heim“ Pabbi: „En við eigum eftir að sjá hreindýrin“ A: „Ég er búinn að sjá hreindýr og það var ljótt!“

  • Ekki í gær

    Pabbi talar um eitthvað sem gerðist í gærkvöldi. Albert: „Það var ekki í gær! Það var á morgun!“

  • Ber augu

    Pabbi: „Ég sá það með berum augum!“ Öll börnin: ?? Albert: „Eru augun þá ekki í buxum og húfu?“

  • Leiðbeiningar

    Ég vil þakka syni mínum, nær sex vetra, fyrir skorinorðar leiðbeiningar um hvernig „what the heck” skal borið fram

  • Komdu

    Albert: „Komdu!“ Pabbi: „En ég er ennþá að borða!“ A: „Geymdu það!“ P: „Hvert á ég að koma?“ A: „Með mér!“ P: „Ok“ A: *leiðir pabba upp á efri hæð* P: „Og hvað..?“ A: „FYRSTI APRÍL!!!“

  • Aftan

    Í bíl. Albert: „…í framsæti og líka í … ? hérna, sætið fyrir aftan“ Pabbi: „Það heitir aftursæti“ A: „AFTURsæti? Af hverju heitir það aftURsæti? Er það aftur og aftur? NEI! Það er FYRIR AFTAN! Það á að heita AFTANsæti“

  • Úti að labba

    Úti að labba með Albert á hjóli og Húgó í taumi Það gekk ekki aaaaalveg eins og í sögu og ég var aðeins að byrja að pirrast þegar Albert stoppaði, leit á mig, brosti og sagði: „Mér finnst gaman í lífinu mínu!” Ég held ég hafi fengið eitthvað í augað

  • Draumar og skrýmsli

    Albert rifjar upp ljótan draum fyrir háttinn, en nær þó að sofna frekar hratt Pabbi hinkrar aðeins lengur en þarf og rís svo ofurvarlega upp Albert: „Þú skemmdir drauminn minn … við vorum falleg fjölskylda, en svo varst þú með læti og ég vaknaði“ A: „Það voru skrýmsli“ P: „Veistu, þú getur stjórnað því hvað…

  • Listaskóli

    Pabbi: „Hvenær er listaskóli?“ Albert: „Þau sögðu allavegana miðvikudagur“ „Hvaða dagur er í dag?“ P: „Þriðjudagur. En ef það er þriðjudagur í dag, hvenær er þá miðvikudagur?“ A: „Pabbi! Veistu það ekki? Sko, ef þú veist ekki, þá…“ „sunnudagur mánudagur þriðjudagur…“

  • Uppáhalds lagið

    Allir hlusta á tónlist saman Sandra: „Ómægad! Ég var alltaf að hlusta á þetta! Þetta var uppáhalds lagið mitt þegar ég var svona fjögurra eða fimm ára“ Albert: „Þetta er líka uppáhalds lagið mitt þegar ég er núna!“

  • Segja ljótt

    Pabbi: „Hvaða lag heldurðu að vinni í kvöld?“ Sandra: „Reykjavíkurdætur“ Albert: „En þær segja ljótt!“ Pa: A: „Bits!“