Tag: Albert

  • Krít

    Neisko, sé að krakkarnir hafa farið með krítar út á pallinn. Hvað ætli þau…

  • Segðu mér að þú eigir barn á leikskóla án þess að segja mér að þú eigir barn á leikskóla

  • Buxur

    Sonur minn að máta buxur

  • Fimmari

    Albert gengur illa að róa sig og leggjast út af fyrir nóttina. Albert: „Á morgun er fimmari!“ Pabbi: „Fimmari? Hvað er fimmari?“ A: „Í leikskólanum segjum við stundum fössari fyrir föstudagur. Á morgun er fimmari“

  • Frábær helgi í geggjuðum selskap. í gær rættist „gamall“ draumur Alberts þegar hann fékk að fara í ökuskólann í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Loksins kann Albert að keyra. Í morgun var sveitaferð með leikskólanum og nú seinnipartinn dró hann mig út í óvissuferð sem endaði niðri í fjöru svo hann gæti sýnt mér helli sem þau…

  • Í Húsdýragarðinum, pt. ii

    Hmmm, hvað ætli pjakkurinn sé að lesa af veggnum inni í kofanum?

  • Í Húsdýragarðinum, pt. i

    Ég fyrir 3 vikum: Ég ætla í fjölskyldugarðinn 21. maí og leyfa pjakknum að fara í ökuskólann Allir Íslendingar með börn í morgun: Ég er með geggjaða hugmynd!

  • Mynd til að lita

    Albert: „Pabbi, mig langar að prenta mynd til að lita“ Pabbi: „Mynd af hverju?“ A: *hugsar mikið* „Lítil eyja með einu tré“

  • Allt?

    Pabbi: „Þú ert að gera allt nema það sem ég bað þig um; pissa og klæða þig?“ Albert: „Er ég að gera ALLT nema það? Er ég þá að fá mér ís og poppkorn og horfa á Squid Game Netflix?“

  • Fangelsi

    Fórum á Kardemommubæinn í gær og Albert spurði mikið um rimlana á glugganum þegar Kasper, Jesper og Jónatan voru komnir í tugthúsið

  • Girðingin

    Ég var að reyna að lesa fyrir Albert fyrir háttinn í gærkvöldi, en eyrun á honum voru eitthvað annars hugar… Albert: „Kennararnir í leikskólanum voru ekkert að skamma mig í dag. Og ekki í gær heldur“ Pabbi: (bíddu, var ekki frí í leikskólanum í gær?) „Vá!“ A: „Eða jú … þau skömmuðu mig í dag“…

  • Albert fær leyfi til að horfa á sjónvarp í klukkutíma meðan hann bíður mömmu Pabbi: „Þú getur stillt tímann í síma á 60 mín“ A: *fiktar heillengi í síma* „Það er ekki hægt að stilla á 60 mín svo ég stillti á 59 mín!“ P: *þumall* A: „…svo þegar pípir stilli ég á 1 mínútu“…