Tag: Albert
-
Eins og skóli
Keyrum framhjá Litla hrauni Pabbi: „Sérðu! Fangelsi!“ Albert: „Þetta er alveg eins og skóli!“ P: „Haaa? Er svona girðing þar?“ A: „Í leikskólanum“ Ekki í fyrsta skipti sem hann gerir þessa tengingu: Girðingin
-
Halloween
-
Noregur
Á kvöldgöngu með Húgó stoppaði Albert, benti á þennan poll og sagði að hann liti út eins og Noregur
-
Epli og eikur
Albert fór í bekkjarafmæli í dag og þegar ég kom að sækja var hann úti í fjósi með bóndanum sem var að sýna honum glænýja mjaltaróbotinn sinn Eplið og eikin og allt það
-
Furðuverk
Pabbi vinnur heima því Albert er veikur. Ekki mjög veikur, en var mjög óhress í morgun Pabbi biður Albert að hafa sig hægan því nú þarf hann að fara á fund: „Ef þú heyrir mig tala ensku, þá er ég ekki að tala við þig!“ Fundurinn klárast loksins Albert: „Er fundurinn núna búinn?“ P: „Já“…
-
Kvöldganga
Pabbi, Albert og Húgó
-
Snæfellsnes
-
Víðgelmir
-
Púpí
Albert, á leiðinni á klósettið: „Púpí, jú hef tú gó intú ðe ósjen tú mít the sjarks“ 1 mínúta… *skaðræðisöskur* „Nóóóóó! Æ dón’t want tú gó in ðe ósjen!!“
-
Hvernig veit
Albert: „Hvernig veit æpaddinn hvort hann snýr svona eða svona?“ *veltir spjaldtölvunni* Pabbi: „Góð spurning! Hvernig veist þú það?“ A: „Ég er með heila!“ P: „Ég held það sé eitthvað tæki inni í spjaldtölvunni sem…“ A: „Pabbi, þú þarft ekki að útskýra það sko “
-
Djók
Síminn hringir Albert: „Pabbi, ég bjó til djók. Það er á ensku. Þú verður að svara á ensku“ Pabbi: „Ok“ A: „What’s heavier, a shoe or a feather?“ P: „A shoe“ A: „Bless you!“
-
Bágt
Albert: *grettir sig og bendir á ristina* „Mig svíður“ Pabbi: *kyssir á bágtið* A: „Æi, hættu! Þetta gerir ekkert!“