siggimus vs the cows
-
bekkur, gítar
-
Mamma: „Segðu bless við pabba, hann er að fara í nokkra daga“ Albert: „Ert þú fara þuvél?“ Pabbi: „Já“ A: *Setur upp skeifu, hvíslar að mömmu*: „Pabbi segir já“ A: *horfir mjög ákveðinn á pabba*: „Ég segi nei!“
-
Kenndu Albert að teikna
Mamma: „Kenndu Albert að teikna!“ Pabbi: „Ok! Og svo kenni ég honum kínversku!“ Ég semsagt náði hingað áður en pjakkurinn eipsjittaði yfir því að þetta væri sko ekki eins og tærnar hans
-
Í öll þessi skipti sem ég hef séð facebook auglýsingar með svona bolum með fáránlega löngum, fáránlega spesifískum texta hef ég velt fyrir mér, hver í andskotanum myndi kaupa svona!?!? Nú veit ég það. Ég sá hann á dekkjaverkstæði í morgun
-
Albert: *segir eitthvað* Pabbi, utan við sig, var ekki að hlusta: „Mhm“ A: „Pabbi, ekki segja mhm, segja já!“
-
Android: “Time zone definitions updated. Restart device to install.” Ég: Hnuss! Einmitt það! Ég á ekki eftir að sjá neinn mun! Líka ég: *athuga hvort einhver er að horfa* Líka líka ég: *restarta símanum*
-
minning
Á bernskuheimilinu var ekki mjög mikið um tónlist. Jújú, Emil í Kattholti, Mini-Pops og eitthvað fleira, en svo var þetta Richard Clayderman, Boney M, Goombay Dance Band og fleira af því sauðahúsi. Nema.. …í kringum 1981 (ég var 9-10 ára), gerðist mamma áskrifandi að seríunni History of Rock. Við áttum ekki plötuspilara, svo nokkrum sinnum…
-
Ekki að ég ætli að mæla bókabrennum bót, en verði ein svoleiðis haldin í næsta nágrenni og á hentugum tíma er ekki útilokað að ég muni mæta með eldspýtur í vasanum og þessa hörmung
-
Les fyrir Telmu, býð henni góða nótt og sit svo aðeins hjá henni í þögn. *sjö mínútur* Telma: „Pabbi, af hverju færðu aldrei hiksta?“ Pabbi: „Ööööö, hvað meinarðu, ég fæ stundum hiksta!“ T, ásakandi: „Ég hef aldrei séð þig með hiksta!“
-
Niðrá strönd
-
Fyrir >2.000 árum: Eratosþenes, með prik, rökhugsun og heila: „Hananú! Jörðin er hnöttótt!“ Í gær: Kjánaprik, með jútjúb og sannfæringu um að það sé gáfaðra en allir hinir: „Jörðin er flöt! Af ástæðum sem meika ekkert sens er verið að ljúga að okkur!“
-
Þeim ykkar sem eru í fráhvörfum bendi ég á að bæði titillagið úr Hvolpasveit og sjálft Hvolpasporið eru á Spotify (því miður aðeins á frummálinu)